„Narfi (leikrit)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Narfi''' eða ''Sá narraktugi biðill'' er leikrit eftir Sigurð Pétursson og eru leikrit Sigurðar, Narfi og ''[[Hrólfur (leikrit)|Hrólfur...
 
Almar D (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
'''Narfi''' eða ''Sá narraktugi biðill'' er leikrit eftir [[Sigurður Pétursson (1759-1827)|Sigurð Pétursson]] og eru leikrit Sigurðar, Narfi og ''[[Hrólfur (leikrit)|Hrólfur]]'' oftast talin fyrstu íslenska [[leikrit|leikverkin]] sem kallast geta fullþroska. Verkin voru bæði sýnd af skólapiltum í [[Hólavallarskóli|HólavallarskólaHólavallaskóla]], Hrólfur var sýndur [[1796]] en Narfi [[28. janúar]] [[1799]].
 
Narfi er í þremur þáttum og segir frá uppskafningnum Narfa, sem kemur á heimili Guttorms [[lögréttumaður|lögréttumanns]] undir fölsku flaggi, talar brogaða dönsku og reynir að ganga í augun á dóttur lögréttumannsins en þarf að lúta í lægra haldi fyrir Nikulási vinnumanni, sem nær ástum stúlkunnar. Höfundur deilir í verkinu á þá sem telja allt það sem útlent er betra en hefðbundin íslensk verðmæti, tungu og menningu. Sagt var að fyrirmyndir að Narfa væru að nokkru leyti feðgar tveir sem skólapiltar þekktu vel til, þeim Jóni skjallara og Jóni sora syni hans.