14.725
breytingar
(Minnumst líka á „skaðagleði“) |
|||
'''Þórðargleði'''<ref>Orðið „þórðargleði“ er ritað með litlum staf (samanber [http://www.rettritun.is/?id=namsefni_k1_r3 réttritun.is])</ref><ref>[http://www.arnastofnun.is/solofile/1011132 II. STÓR OG LÍTILL STAFUR] á [[Árnastofnun|Árnastofnun.is]]</ref> eða '''skaðagleði'''<ref>[https://nyyrdi.arnastofnun.is/nyyrdi/3090 „skaðagleði“ á [[Árnastofnun|Árnastofnun.is]]</ref> er er sú „gleði“ að hlakka yfir óförum annarra.
== Uppruni ==
Uppruni orðsins „þórðargleði“ mun vera úr ''[[Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar|Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar]]'' sem [[Þórbergur Þórðarson]] skráði. Þórbergur segir svo frá í orðastað séra Árna:
{{Tilvitnun2|Þórður hét maður og bjó á bæ nokkrum í [[prestakall]]i mínu. Einn dag á [[sláttur|slætti]] kom hann út á [[engi|engjar]] til fólks síns og fékk þá engu orði upp komið fyrir hlátri: „He-he-he-he; he-he-he-he-he! Nú er það skemmtilegt hjá þeim Norðlingunum. Ég var að lesa [[Ísafold]]. Ekki þornað af strái í allt sumar þar fyrir norðan. Öll hey grotnuð niður. Enginn baggi kominn í hlöðu og nú kominn [[höfuðdagur]]“. Svo hnippir hann í mann sem hann stóð hjá og segir ískrandi:
„Skratti væri nú gaman að sjá, hvernig þeir taka sig út núna, greyin. He-he-he-he!“
Þetta hugarfar, sem gleðst yfir óförum manna, kalla Danir ''Skadefrohed'' og ''[[wikt:en:skadefryd#Danish|Skadefryd]]''. Við eigum ekkert orð í íslenzku, sem nær gleðinni í þessari illgirni. En síðan ég heyrði söguna af Þórði bónda í prestakalli mínu, hef ég nefnt þennan hugsunarhátt þórðargleði og þann mann þórðarglaðan, sem kætist yfir því, er öðrum gengur illa. En mikil fádæma hugarfarsspilling er nú þetta.|Þórbergur Þórðarson, Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, 2. bindi 1986, 40}}
== Neðanmálsgreinar ==
|