„Knattspyrna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
tenglar
Lína 4:
 
== Uppruni knattspyrnu ==
{{heimildir}}{{hreingera greinarhluta}}Menn eru ekki sammála um hvernig knattspyrna varð til eða hver uppruni knattspyrnu er. Til eru öruggar heimildir um knattspyrnuleik sem var spilaður árið 611 í [[Kyoto]] í [[Japan]]. Einhverjir vilja meina að fyrsti skráði knattspyrnuleikurinn hafi verið spilaður í [[Derby]] í Englandi árið 217. Ómögulegt er að segja hver nákvæmlega fann upp knattspyrnu en þó er hægt að finna dæmi um menn sem fundu upp atriði tengd knattspyrnu eins og til dæmis reglur og allskonar heiti og nöfn. Í gegnum árin eru til mörg dæmi um fólk sem hefur skemmt sér með því að spila leik milli tveggja liði sem snýst um að koma bolta inn í mark andstæðingsins án þess að vera kallað knattspyrna en þá var ekki endilega notaður bolti eins og við þekkjum í dag heldur bolti sem líkist amerískum fótbolta. Nútímaknattspyrna er helst hægt að rekja til Grikklands, en leikurinn var nefndur episkyros. Rómverjar tóku svo eiginlega við því og kölluðu leikinn harpastum, sem þýðir að að grípa eða ná á sitt vald. Rómverski herinn tók leikinn inn í þjálfun rómverska hersins og eftir það breiddist leikurinn út um Evrópu. Talið er líklegt að knattspyrnan hafi fundið rótfestu á Bretlandi þannig. Færum okkur aðeins fram í tíman en Henry IV konungur englands þá hóf að kalla knattspyrnu “football” eins og hann er kallaður í dag, þetta gerðist árið 1409. Fyrsta fótboltaskóparið eignaðist Henry IV er hann pantaði þá frá “The Great Wardrope” árið 1526. Valdastéttirnar skiptu sér ekki mikið að knattspyrnunni enda var hún kölluð almúgaíþrótt. Fólk var farið að spila knattspyrnu oft yfir árið og fór það að bitna á hernum, kyrkjustörfum og búðaeigendum. Fólk var hætt að sinna herskyldunni almennilega, börn voru minna að sækja kyrkjuna og það fór að sjá á verslunum. Sett voru lög um að knattspyrna væri bönnuð frá 14. öld til ársins 1681. Árið 1681 aflétti Karl II banninu og hvatti fólk til þess að stunda knattspyrnu, þá hafði knattspyrnan þróast töluvert.
 
== Grunnreglur fótboltans ==