„Thomas Willis“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Thomas Willis var fæddur í Great Bedwyn á Englandi þann 27. janúar árið 1621 og lést 11. nóvember 1675. Þegar hann var 10 ára missti hann móður sína og bjó hann þá e...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. desember 2018 kl. 11:24

Thomas Willis var fæddur í Great Bedwyn á Englandi þann 27. janúar árið 1621 og lést 11. nóvember 1675. Þegar hann var 10 ára missti hann móður sína og bjó hann þá einn með föður sínum, þangað til að hann gifti sig aftur. Thomas var konungssinni og á árum borgarastríðsins var hann sviptur eignarétti af bújörð fjölskyldunar sem var í Norður Hinksey. Árið 1640 byrjaði hann að starfa sem læknir hjá Karli I Englandskonungi. Hann útskrifaðist úr háskóla árið 1642 eftir átta ára skólagöngu. Eftir það starfaði hann við lækningar í Abingdon. Árið 1647 giftist hann Mary sem var dóttir Samuels Fells. Samuel hafði verið rekinn úr kirkjunni fyrir djöfladýrkun. Mágur Thomasar, John Fell varð síðan ævisöguritari hans. Thomas bjó síðar á Merton Street sem er í miðbæ Oxford á árunum 1657 til 1667. Á þeim árum gaf hann út tvö mikilvæg verk í læknisfræði sem heita De Fermentatione og De Febribus. Ritin komu út árin 1656 og 1659. Frá árinu 1660 og þangað til hann lést var Thomas prófessor í náttúruvísindum við Oxford.