„Skotland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: 2017 source edit
Merki: 2017 source edit
Lína 89:
 
Skoska þingið er í einni deild en á því sitja 129 þingmenn (e. ''members of Scottish parliament'' eða ''MSP''). Af þeim eru 73 beinir fulltrúar einstakra kjördæma en hinir 56 eru kosnir á átta svæðum um landið til að gera forsvarið jafnara. Skoskir þingmenn eru kosnir á fjögurra ára fresti. Einn þeirra er kosinn í embætti [[æðsti ráðherra Skotlands|æðsta ráðherra]]. Á ensku er æðsti ráðherra Skotlands kallaður ''first minister'' í andstæðu við forsætisráðherra Bretlands sem er kallaður ''prime minister''. Æðsti ráðherra Skotlands skipar ráðherra í embætti en saman mynda þeir [[skoska ríkisstjórnin|skosku ríkisstjórnina]]. Auk þess er [[næstæðsti ráðherra Skotlands|næstæðsti ráðherra]] sem gegnir embætti æðsta ráðherrans þegar hann er erlendis. Næstæðsti ráðherra hefur einnig stöðu ráðherra. [[Stjórnaráð Skotlands|Stjónarráðið]] samanstendur af níu ráðherrum en utan þess sitja tólf ráðherrar til viðbótar. Ráðherrar utan stjórnarráðs fara því ekki á stjórnarráðsfundi.
 
Árið 2014 var haldin [[Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands 2014|þjóðaratkvæðagreiðsla]] um [[sjálfstæði Skotlands]]. 55,3% Skotar höfnuðu sambandssliti og því var tillagan um sjálfstæði felld. Tveimur árum seinna var þjóðaratkvæðagreiðsla haldin um [[útganga Breta úr Evrópusambandinu|aðild Bretlands að Evrópusambandinu]]. Í þeirri atkvæðagreiðslu kusu 62% Skota að vera áfram í ESB – í engu kjördæmi í Skotlandi var meirihluti fyrir úrsögnina. Í kjölfar þess kvaðst Nicola Sturgeon æðsti ráðherra Skotlands ætla að boðast til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands en dagsetning hennar hefur ekki verið ákveðin að svo stöddu.
 
Í kosningunum 2016 vann [[Skoski þjóðarflokkurinn]] (SNP) 63 af 129 mögulegum sætum á þinginu. [[Nicola Sturgeon]] formaður flokksins hefur verið æðsti ráðherra Skotlands frá nóvember 2014. [[Íhaldsflokkurinn]] er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn en [[Verkamannaflokkurinn]], [[Frjálslyndir demókratar]] og [[Græni flokkurinn]] hafa einnig umboð á þinginu. Næstu kosningar í Skotlandi verða árið 2021.