Munur á milli breytinga „Marie Curie“

ekkert breytingarágrip
{{Persóna
[[Mynd:Marie Curie (Nobel-Chem).png|thumb|Marie Curie 1911]]
| nafn = Marie Curie
'''Marie Curie-Skłodowska''' (á [[Pólska|pólsku]]: '''Maria Curie-Skłodowska''') ([[7. nóvember]] [[1867]] – [[4. júlí]] [[1934]]) var [[Pólland|pólskur]] [[eðlisfræði]]ngur og efnafræðingur gift franska eðlisfræðingnum Pierre Curie sem fæddist þann 15. maí 1859. Þau eignuðust tvær dætur þær Iréne og Evu Curie og bjuggu þau að mestu í [[París]]. Hún lærði við Sorbonne háskólann í Frakklandi en gerði það ekki fyrr en á þrítugsaldrinum því hún hafði átt erfiða æsku og þurfti alla tíð að vinna fyrir sér og námi sínu. <ref> Curie, Eva, bls. 107-108 og 311; Geir Hallgrímsson o.fl., bls 171-173.</ref>
| búseta =
| mynd = Marie Curie c1920.png
| myndastærð = 200px
| myndatexti = {{small|Marie Curie í kringum árið 1920.}}
| fæðingardagur = [[7. nóvember]] [[1867]]
| fæðingarstaður = [[Varsjá]], [[Pólland]]i
| dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|1934|7|4|1867|11|7}}
| dauðastaður = [[Passy]], [[Frakkland]]i
| orsök_dauða =
| verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði]] (1903)<br>[[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Nóbelsverðlaun í efnafræði]] (1911)
| þekkt_fyrir =
| stjórnmálaflokkur =
| starf = Eðlisfræðingur, efnafræðingur
| trú =
| maki = Pierre Curie (g. 1895; d. 1906)
| börn = Irène Joliot-Curie (1897–1956)<br>Ève Curie (1904–2007)
| foreldrar =
| undirskrift = Marie Curie Skłodowska Signature Polish.svg
}}
'''Marie Curie-Skłodowska''' (á [[Pólska|pólsku]]: '''Maria Curie-Skłodowska''') ([[7. nóvember]] [[1867]] – [[4. júlí]] [[1934]]) var [[Pólland|pólskur]] [[eðlisfræði]]ngur og efnafræðingur gift franska eðlisfræðingnum [[Pierre Curie]] sem fæddist þann 15. maí 1859. Þau eignuðust tvær dætur þær Iréne og Evu Curie og bjuggu þau að mestu í [[París]]. Hún lærði við Sorbonne háskólann í Frakklandi en gerði það ekki fyrr en á þrítugsaldrinum því hún hafði átt erfiða æsku og þurfti alla tíð að vinna fyrir sér og námi sínu. <ref> Curie, Eva, bls. 107-108 og 311; Geir Hallgrímsson o.fl., bls 171-173.</ref>
 
Curie hjónin voru brautryðjendur á sviði rannsókna á [[geislavirkni]] eftir tilraunum Henry[[Henri Becquerel]] og hlutu þau Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir það árið 1903 ásamt Becquerel. Þá var hún fyrsta konan sem hlotið hafði [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði]]. Seinna fundu þau hjónin geislavirku frumefnin radíum og pólóníum en fyrir það hlaut hún [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Nóbelsverðlaunin í efnafræði]] árið 1911, þá ein því Pierre var látinn. Hún var einnig fyrsta konan sem kenndi við Sorbonne háskólann. <ref> Curie, Eva, bls. 129-136; Gunnlaugur Classen, bls. 193-194; Lifandi vísindi 2000:62; The Official Web Site of the Nobel Prize [án árs].</ref>
 
Eva, yngri dóttir Marie, ritaði ævisögu móður sinnar. Sagan var þýdd á íslensku af Kristínu Ólafsdóttur lækni, heitirundir titlinum ''Frú Curie'', og kom út hjá Ísafoldarprentsmiðju árið 1939. Sagan er góð heimild um hjónin Marie og Pierre sem voru einstök í sinni röð, vísindamenn í fremstu röð. Einnig má lesa stuttar greinar um Marie Curie og vísindarannsóknir hennar á vefnum nobelprize.org. Marie ritaði sjálf ágrip af sögu Pierre, eiginmanns síns, sem hún missti snemma þegar hann varð undir vagni á götum Parísar.
 
== Æska ==
 
== Radíum ==
Mikið samstarf myndaðist milli þeirra hjóna og unnu þau hörðum höndum við léleg húsakynni að rannsóknum á geislavirkni frumefna, þar sem eðlisfræðingurinn Henry[[Henri Becquerel]] hafði fundið út ósýnilega geisla bundna við frumefnið úraníum. Marie ætlaði upphaflega að rannsaka þessa geislun Becquerels betur og nota það sem efni í doktorsritgerð sína og fékk aðsetur í herbergi einu á rannsóknarstofuhæðinni í Eðlisfræðiskólanum þar sem Pierre vann.<ref> Curie, Eva, bls. 129-131; Gunnlaugur Classen bls. 193; Lifandi vísindi 2000:61.</ref>
Þegar hún hafði rannsakað úraníum og geislavirkni þess í nokkra mánuði komst hún að því að geislamagnið væri í réttu hlutfalli við úranmagnið. Þá langaði hana að halda áfram og skoða önnur frumefni með sama tilgangi. Hún ákvað að skoða öll önnur frumefni sem þekkt voru og fann út að thoríum hafði sams konar geislun. Þá kemur Pierre til liðs við hana í þessum rannsóknum af ekki síðri áhuga en Marie. Þau unnu að rannsóknunum í um fjögur ár og fengu meðal annars senda bikblöndu gefins frá Austurríki og þurftu aðeins að borga flutningskostnaðinn, annars voru þetta frekar kostnaðarsamar rannsóknir. Árið 1898 fundu þau radíum og birta grein um það í skýrslu vísindafélagsins. Þetta radíum var frumefni með miklu meiri geislavirkni en hin frumefnin sem þau höfðu skoðað.<ref> Curie, Eva, bls 131-138; Geir Hallgrímsson o.fl., bls. 175-176; Gunnlaugur Classen, bls. 193-194.</ref>
 
== Nóbelsverðlaunin ==
Þau hjónin höfðu hlotið Davy-heiðursmerkið fyrir tilraunir sínar og voru orðin mjög þekkt. Í desember 1903 hlaut svo Marie Curie Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir vísindi sín, fyrst kvenna, ásamt eiginmanni sínum og HenryHenri Becquerel. Nóbelsverðlaunin hlutu þau fyrir að uppgötva geislavirkni. Stuttu seinna fengu þau svo Osiris-verðlaunin og höfðu þau þá aðeins meiri peninga á milli handanna til tilraunanna. Þeim líkaði illa þessi nýfengna frægð enda truflaði hún þau oft við rannsóknarstörfin. Árið 1911 hlaut Marie svo Nóbelsverðlaun í annað sinn, þá í efnafræði fyrir að uppgötva radíum og Pólóníum. <ref> Curie, Eva, bls. 177; Geir Hallgrímsson o.fl., bls. 177; Lifandi vísindi 2000:62; The Official Web Site of the Nobel Prize [án árs].</ref>
 
== Ævilok ==
Eftir að hafa helgað líf sitt vísindunum lést Marie þann 4. júlí 1934 þá 67 ára gömul. Hún hafði meðhöndlað radíum og önnur geislavirk efni í tugi ára, brennt sig á geislum og haldið að geislavirkni væri ekki skaðleg. Heimildum ber ekki saman um úr hverju hún lést en segja það líklega vera af völdum geislavirkninnar sem hún var í kringum daglega. Sumar segja að hún hafi látist úr radíum eitrun, aðrar úr hvítblæði og enn aðrar úr illkynja blóðleysi og mergrýrnun af völdum langvarandi geislunar. Einnig eru til heimildir sem segja að hún hafi verið með berkla þegar hún var ung og hefði átt að passa sig út af þeim. Útför hennar fór fram í kyrrþey þann 6. júlí 1934. Hún var jarðsett í kirkjugarðinum í Sceaux og var kista hennar lögð ofan á kistu Pierre.<ref> Curie, Eva, bls. 311-312; Lifandi vísindi, bls. 62; Geir Hallgrímsson o.fl., bls. 174 og 179.</ref>
{{commons|Marie Curie}}