Munur á milli breytinga „Sambandslögin“

ekkert breytingarágrip
(Mynd sem á betur við.)
Kosið var um skilmálana sem sambandsnefndin hafði samið um í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ísland varð þar með [[fullveldi|fullvalda]] og frjálst ríki í konungssambandi við Danmörku, þjóðirnar höfðu sama [[þjóðhöfðingi|þjóðhöfðingja]], [[Danakonungur|Danakonung]], sem þá var [[Kristján 10.]] Danir skyldu fara með utanríkismál Íslendinga í umboði þeirra og [[ríkisborgararéttur]] átti að vera gagnkvæmur milli ríkjanna. Auk þess voru ákvæði til bráðabirgða um að Danir sæju um landhelgisgæslu fyrir Íslendinga og [[hæstiréttur Danmerkur]] yrði æðsti [[dómstóll]] Íslendinga þar til þeir kysu að taka bæði málin í sínar hendur. [[Hæstiréttur Íslands]] var stofnaður tveimur árum seinna 1920. Samninginn var hægt að endurskoða eftir [[1940]].
 
[[1. desember]] er almennt kallaður [[fullveldisdagurinn]] til minningar um þá samþykkt Sambandslaganna að Ísland var viðurkennt sem fullvalda og frjálst ríki. [[Íslenski fáninn]] var dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur [[þjóðfáni]]. Lítið var samt um hátíðahöld, og olli [[spánska veikin]] þar mestu um. Meira var þó um hátíðarhöld 100 árum síðar. Með fjölmörgum viðburðum um allt land.
 
== Tengt efni ==
137

breytingar