„Hillary Clinton“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 79:
 
==Forsetaframboð árið 2016==
Clinton bauð sig fram til forseta í annað sinn árið 2016. Hún keppti umvið þingmanninn [[Bernie Sanders]] um tilnefningu Demókrataflokksins en vann nokkuð öruggan sigur gegn honum í forkjörinu. Eftir að hafa hlotið tilnefningu flokksins mældist Clinton lengst af með forskot á frambjóðanda Repúblikana, [[Donald Trump]], í skoðanakönnunum, en nokkur hneykslismál úr utanríkisráðherratíð hennar söxuðu smátt saman á forskotið. Andstæðingar hana gagnrýndu hana sér í lagi fyrir að hafa brotið reglur um notkun tölvupósta í embættinu og þannig farið óvarlega með trúnaðarupplýsingar. Jafnframt var hún gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við dauða fjögurra bandarískra erindreka í hryðjuverkaárás á sendiráð í [[Benghazi]] árið 2012. Á kjördag tapaði Clinton forsetakjörinu, flestum að óvörum, fyrir Trump. Clinton hlaut um þremur milljónum fleiri atkvæði en Trump í kosningunum en fékk þó færri kjörmenn vegna þess hvernig kjördæmaskipan Bandaríkjanna í forsetakosningum er háttað.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.nytimes.com/elections/results/president |titill=Presidential Election Results: Donald J. Trump Wins|mánuðurskoðað=22. febrúar|árskoðað=2017}}</ref>
 
== Tilvísanir ==