„Kristnitakan á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.112.90.146 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 213.181.126.21
Merki: Afturköllun
Lína 11:
Sagan segir að [[hraun]] hafi runnið á [[Hellisheiði]], er Alþingi var haldið, skammt frá Þingvöllum og stefnt í átt að bæ eins kristna höfðingjans. Töldu heiðnir menn að þetta væri merki um að guðirnir reiddust. Á þá [[Snorri goði Þorgrímsson|Snorri Þorgrímsson]] á [[Helgafell]]i að hafa mælt „''Um hvað reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?''“ og þótti sýna mikla skynsemi. [[Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson]] [[lögsögumaður]] var í málsvari fyrir heiðingja og tilnefndu kristnir [[Síðu-Hallur|Hall Þorsteinsson]] á [[Þvottá]] (Síðu-Hall). Hallur samdi við Þorgeir um að hann skyldi segja upp lög sem allir gætu fellt sig við. ''En síðan er menn komu í búðir þá lagðist hann niður, Þorgeir, og breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð''. <ref>[http://www.heimskringla.no/original/islendingesagaene/islendingabok.php Íslendingabók ]</ref> Um morguninn daginn eftir settist Þorgeir upp og bauð mönnum að ganga til [[Lögberg]]s og þar hóf hann upp raust sína og kvað; „''En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.''“ Þorgeir kvað það lög að menn skyldu taka kristni en áfram yrði leyft að [[blót]]a leynilega, bera út börn og éta [[hrossakjöt]].
 
== Þorgeiri mútað? ==
Í Brennu-Njáls sögu segir: "En Hallur fór að finna Þorgeir goða lögsögumann frá Ljósavatni og gaf honum til þrjár merkur silfurs að hann segði upp lögin. En það var þó ábyrgðarráð er hann var heiðinn."
Þorgeir Ljósvetningagoði var mútað af Síðu-Halli til að kveða upp lögin um kristni. Brennu-Njáls saga ásamt fleiri heimildum greina frá því að Hallur hafi greitt Þorgeiri silfur áður en Þorgeir lagðist undir feld.
Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist síðan undir feld áður en hann hvað upp lögin um kristni.
 
== Tímasetning ==