„Innrásin í Sovétríkin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:Operation Barbarossa corrected border.png|thumb|right|Innrásaráætlun Þjóðverja árið 1940.]]
'''Innrásin í Sovétríkin''' eða '''Barbarossa-aðgerðin''' (''Unternehmen Barbarossa'' á þýsku) var innrás [[Öxulveldin|Öxulveldanna]] í [[Sovétríkin]] þann 22. júní 1941 í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]], og stærsta hernaðaraðgerð allra tíma. Innrásin var gerð því [[Nasismi|nasistar]] við stjórn [[Þriðja ríkið|Þýskalands]] hugðust innlima vesturhluta Sovétríkjanna og nema þar land fyrir Þjóðverja, nota innfædda [[Slavar|Slava]] í nauðungarvinnu fyrir herrekstur Öxulveldanna og leggja hald á olíu í [[Kákasus]] og landbúnaðarbirgðir á landsvæðum Sovétmanna.<ref>Rich, Norman (1973). ''Hitler's War Aims: Ideology, the Nazi State, and the Course of Expansion''. W.W. Norton, bls. 204–221. </ref> Barbarossa-aðgerðin var nefnd eftir [[Friðrik barbarossa|Friðriki barbarossa]], keisara [[Heilaga rómverska ríkið|Heilagaheilaga rómverska ríkisins]] á 12. öld.
 
Á árunum í aðdraganda innrásarinnar höfðu Þýskaland og Sovétríkin undirritað ýmsa stjórnmála- og efnahagssáttmála. Miðstjórn þýska hersins hafði engu að síður byrjað að undirbúa innrás í júlí árið 1940 (undir dulnefninu Ottó-aðgerðin), sem [[Adolf Hitler]] samþykkti þann 18. desember það ár. Í aðgerðinni réðust um fjórar milljónir hermanna Öxulveldanna, stærsti innrásarher hernaðarsögunnar, inn í vestanverð Sovétríkin yfir 2900 kílómetra víglínu. Auk hermannanna nýtti þýski herinn sér um 600.000 vélknúin farartæki og um 600.000 til 700.000 hesta.