„Karl 5. keisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 51:
=== Þýskaland ===
[[Mynd:Augsburger-Reichstag.jpg|thumb|Karl á ríkisþinginu í Ágsborg]]
Strax 1521 bauð Karl [[Marteinn Lúther|Marteini Lúther]] á ríkisþingið til [[Worms]]. Lúther fékk þar tækifæri til að gera grein fyrir afstöðu sinni til [[Kaþólska kirkjan|kaþólsku kirkjunnar]]. Hann neitaði að taka til baka mótmæli sín gegn kaþólsku kirkjunni og studdi málstað sinn af þvílíkum krafti að enginn fékk að gert. Á hann var lagt ríkisbann, en Lúther flúði af vettvangi að næturlagi til að komast hjá handtöku. Karl gerði sér hins vegar enga grein fyrir þeirri holskeflu sem Lúther átti eftir að leysa úr læðingi með [[Siðaskiptin|siðaskiptunum]]. Hann var reyndar svo upptekinn á Ítalíu að hann átti erfitt með að bregðast við þegar siðaskiptin fóru í gang fyrir alvöru. 1524-26 geysaði bændastríðið mikla í ríkinu og 1531 mynduðu siðaskipti bandalag með sér (''Schmalkaldischer Bund'') sem keisari þurfti að berja niður. Sökum anna eftirlét hann bróður sinn, Ferdinand, þessi mál. 1530 kallaði Karl ríkisþing saman í [[Ágsborg]]. Þar samdi hann fyrstu eiginlegu dómsbók fyrir ríkið og þar gaf hann út tilskipun um rétt þeirra sem aðhylltust siðaskiptin, til að halda friðinn. Þegar kaþólska kirkjan hóf gagnsiðabót sína [[1545]], starfaði Karl ötullega að því að fá fursta og greifa í liðs við kirkjuna á ný. Auk þess gekk hann endanlega milli bols og höfuðs á heri mótmælenda.
 
=== Tyrkir ===