„Hringhenda“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Marinooo (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Skipti út innihaldi með „Guðmundur Rafn Ingason mun koma heim til þín og sýna þér enga miskunn : Flokkur:Ljóð Flokkur:Bragarhættir
Lína 1:
Guðmundur Rafn Ingason mun koma heim til þín og sýna þér enga miskunn
'''Hringhenda''' er tegund af [[ferskeytla|ferskeytlu]] sem einkennist af [[Rím|lóðréttu innrími]] í fyrstu [[Kveða (bragfræði)|lágkveðu]] í hverri ljóðlínu. Hún er því dýrar kveðin en óbreytt ferskeytla og er svo vinsæl meðal [[Hagyrðingur|hagyrðinga]] að til eru margar vísur um hvað hún sé falleg. Hér er innrímið feitletrað til að sýna það skýrt:
 
:
:Andans '''þvinga''' eg flugi frá
:flest, sem '''þyngir''' muna.
:Ljóða'''kynngi''' læt því á
:leika '''hring'''henduna.
 
:Hún á '''slungið''' háttamál,
:hljóms við '''þungar''' gátur,
:harmi '''þrungin''', hvell sem stál,
:hlý sem '''ung'''barnsgrátur.
 
:Hún ber '''sálar'''heimi frá
:heflað '''mál''' í bögur,
:bragar '''hálum''' ísum á,
:unaðs'''þjál''' og fögur.
 
:Hugans '''kenndir''' hlýjandi
:hljóms á '''vend'''ingunum
:hún fer '''endur'''ómandi
:eftir '''hend'''ingunum.
 
:(''höf. Sveinbjörn Björnsson, [[1855]]-[[1931]]'')
 
Hringhenda er ekki takmörkuð við ferskeytlur með venjulegustu [[hrynjandi]] eða rími, heldur kallast það líka hringhendur, eða hringhent rím, í afbrigðum ferskeytlunnar, eins og [[breiðhenda|breiðhendu]] eða [[langhenda|langhendu]], sem hafa aðra [[hrynjandi]], eða í ferskeyttum háttum með öðru rími en víxlrími, svo sem [[samhenda|samhendu]] eða [[stafhenda|stafhendu]]. Hér er stafhenda hringhend með feitletruðu innríminu:
 
:Hlýyrt '''fagnar''' heimaöld
:hópi '''bragna''' þetta kvöld.
:Veizlu '''magna''' vífin þá,
:virðum '''hagnar''' beini sá.
 
:(''höf. [[Sveinbjörn Beinteinsson]], [[1924]]-[[1993]]'')
 
[[Flokkur:Ljóð]]