„Eldspýta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 8:
Fyrsta „núningseldspýtan“ var fundin upp árið [[1826]] af enska efnafræðingnum [[John Walker]]. Hann uppgötvaði að hægt væri að kveikja í blöndu af [[antimon]]i, [[kalíumklórat]]i, [[gúmmí]] og [[mjölvi|mjölva]] með því að draga því í föstu formi eftir grófu yfirborði. Þessum eldspýtum fylgdu þó ýmis vandamál, m.a. ofsalegt [[efnahvarf]] og óþægileg [[lykt]] þegar kveikt var í þeim. Stundum kviknaði líka á þessum eldspýtum með [[sprenging]]u sem varpaði neistum í allar áttir.
 
Þegar farið var að framleiða eldspýtur með fosfór þá komu fram ýmsir alvarlegir atvinnusjúkdómar hjá þeim sem unnu við eldspýtugerðina eins og fosfórkjálki (e. phossy jaw) og aðrir beinasjúkdómar. Það var svo mikill eitraður hvítur fosfór í einum eldspýtnastokk að það nægði til að drepa manneskju.Það varð því algengt að fólk framdi sjálfsmorð með að gleypa haus á eldspýtu. Fyrsta skýrslan um dauðsföll af völdum fosfóreldspýtna koma fram í skýrslu árið 1845. Verkfall skall á árið 1888 í eldspýtnaverksmiðju Bryant & May og beindist það að að heilsutjóni af völdum hvíts fosfórs. Aðgerðasinninn [[Annie Besant]] birti grein í vikuriti sínu "The Link" þann [[23. júní]] [[1888]]. Settur var upp verkfallssjóður og nokkur tímarit efndu til samskota.
 
== Tengt efni ==