„Thomas Jefferson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 34:
Þegar Thomas Jefferson var beðinn um að samþykkja [[stjórnarskrá Bandaríkjanna]] var hann í vafa. Hann vildi ekki fá sterka ríkisstjórn eins og var lýst í stjórnarskránni, sem eiginlega var samin af [[Sambandssinnaflokkurinn|Sambandssinnum]]. Hann samþykkti þó stjórnarskrána með einu skilyrði: Að ákvæði [[Réttindaskrá Bandaríkjanna|réttindaskrár Bandaríkjanna]] yrði bætt við.
 
Thomas Jefferson var stuðningsmaður þess að Bill Of Rightsréttindaskráin yrði samþykkt. Frumvarpið var lagt fram af [[James Madison]] árið [[1789]] og inniheldur fyrstu tíu stjórnarskrárbreytingarnar (enska: amendment). Jefferson krafðist þess að þegnar Bandaríkjanna hefðu [[málfrelsi]], [[trúfrelsi]] og [[fundafrelsi]]. Þetta neyddust Sambandssinnar til að samþykkja því Jefferson var afar vinsæll í Virginíu, stærsta fylkinu á þeim tíma, enda var hann fyrrum ríkisstjóri þess. Ein afleiðing þess að Billfrumvarpið ofum Rights frumvarpiðréttindaskrána var samþykkt var sú að allar götur síðan hefur stjórnarskráin verndað rétt almennra borgara til að eiga skotvopn, því önnur breytingin gengur út á frelsi til þess að bera vopn.
 
Thomas Jefferson var utanríkisráðherra (secretary of state) í forsetatíð [[George Washington]]s, en lenti í deilum við [[Alexander Hamilton]] fjármálaráðherra (secretary of treasure) um hvort stofna ætti landsbanka. Jefferson var á móti ríkisreknum banka en Hamilton studdi hann. Þessar deilur leiddu til þess að [[1793]] sagði Jefferson upp starfi sínu. Árið [[1796]] bauð hann sig fram til forseta, á móti [[John Adams]], en endaði sem varaforseti. Þetta gerðist vegna þess að kjörmenn kusu tvo frambjóðendur en tilgreindu ekki hvaða atkvæði færi til forsetaframbjóðanda og hvaða atkvæði færi til varaforsetaframbjóðanda, sá sem fékk svo flest atkvæði samtals varð forseti og sá sem fékk næstflest atkvæði varð varaforseti.<ref> DeGregorio (2002): 27.</ref> Árið [[1800]] bauð hann sig aftur fram gegn Adams og tókst þá að vinna sigur. Jefferson fékk atkvæði 73 kjörmanna í kosningunum en Adams 65. Varaforsetaefni Jeffersons, [[Aaron Burr]], fékk hinsvegar einnig 73 atkvæði samtals og átti því jafnan rétt og Jefferson á því að gera tilkall til forsetaembættisins, sem hann og gerði. Svo fór að [[Bandaríkjaþing|fulltrúadeild þingsins]] þurfti að skera úr um úrslitin og kaus þá Jefferson sem forseta og Burr sem varaforseta.<ref> DeGregorio (2002): 46.</ref>