„Sveinn Björnsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 41:
 
===Ríkisstjóri Íslands (1941–1944)===
[[Mynd:Standard of the Regent of Iceland (1941–1944).svg|thumb|left|Embættisfáni Sveins sem ríkisstjóri Íslands.]]
Árið 1940 sneri Sveinn heim til Íslands eftir að [[Þriðja ríkið|Þjóðverjar]] hertóku Danmörku. Sveinn gerðist í fyrstu ráðgjafi stjórnvalda í utanríkis- og öryggismálum. Árið 1941 ákvað Alþingi að skipa [[Ríkisstjóri|ríkisstjóra]] til að fara með vald [[Konungur Íslands|konungs Íslands]] þar sem talið var að [[Kristján 10.]] væri ófær um að gegna skyldum sínum sem þjóðhöfðingi landsins á meðan Danmörk væri hertekin af Þjóðverjum og Ísland af [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamönnum]]. Sveinn varð fyrir valinu og var hann kjörinn ríkisstjóri til eins árs þann 17. júní árið 1941.
 
Sem ríkisstjóri varð Sveinn umdeildur meðal sumra ráðamanna á Íslandi, sem þótti hann skipta sér um of af stjórn landsins. Sveinn skipaði eigin [[utanþingsstjórn]] til þess að leysa úr stjórnarkreppu árið 1942 og sat hún í tvö ár. Þetta er í eina skiptið sem þjóðhöfðingi Íslands hefur skipað utanþingsstjórn og lengi hefur síðan verið deilt um það hvort forseti landsins hafi í reynd völd til þess að grípa til þessa ráðs samkvæmt strangri túlkun á stjórnarskránni. Sveinn hvatti auk þess til þess að Íslendingar stigju hægt niður í sjálfstæðismálum og biðu þess helst að Danmörk yrði frelsuð áður en sambandi yrði slitið.<ref name=vísindavefurinn/>
 
===Forseti Íslands (1944–1952)===