„Sveinn Björnsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 48:
Eftir að ákveðið var að stofna lýðveldi á Íslandi kaus Alþingi Svein fyrsta forseta Íslands að [[Lögberg]]i á [[Þingvellir|Þingvöllum]] [[17. júní]] [[1944]] til eins árs, með 30 atkvæðum af 52 greiddum. Það að Sveinn hlaut ekki öll greidd atkvæði var til marks um hve sumir stjórnmálamenn landsins voru honum gramir fyrir framkomu hans í ríkisstjóraembættinu. Ætlunin var að Sveinn sæti aðeins í eitt ár sem forseti en að síðan skyldi boðað til almennra kosninga, en þar sem Sveinn fékk aldrei mótframboð í embættið var Sveinn sjálfkjörinn án atkvæðagreiðslu frá [[1945]] og aftur frá [[1949]] til [[dauði|dauðadags]].
 
Sveinn fór í nokkrar utanlandsferðir á forsetatíð sinni. MeðalHann annarsfór heimsóttiaðeins hanní eina opinbera heimsókn, til [[Franklin D. Roosevelt|Franklins D. Roosevelt]] [[Forseti Bandaríkjanna|Bandaríkjaforseta]] stuttu eftir lýðveldisstofnunina. ogSveinn fékk góðar viðtökur og ítrekaði kröfu Íslendinga um að hernámslið Bandaríkjamanna hyrfi frá Íslandi eftir stríðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://lemurinn.is/2014/04/19/forseti-nyja-lydveldisins-islands-hittir-franklin-d-roosevelt/|titill=Forseti nýja lýðveldisins Íslands hittir Franklin D. Roosevelt|útgefandi=''Lemúrinn''|ár=2014|mánuður=19. apríl|mánuðurskoðað=21. nóvember|árskoðað=2018}}</ref>
 
Samband Sveins við Kristján 10. Danakonung var ætíð stirt eftir stofnun lýðveldisins. Kristján hélt því fram að Sveinn hefði lofað því að Ísland myndi ekki slíta sambandi við Danmörku á meðan hernáminu stæði en þetta þvertók Sveinn fyrir að hafa gert.<ref>Guðni Th. Jóhannesson, ''Fyrstu forsetarnir'', 2016, bls. 73</ref> Þó taldist Sveinn vissulega til lögskilnaðarsinna og hefði heldur kosið að lýðveldisstofnun væri frestað til stríðsloka. Sveinn taldi það hins vegar ekki valdsvið sitt sem ríkisstjóra að setja fót milli stafs og hurðar við ráðagerðir stjórnvalda í þessu máli. Þetta meinta eiðrof stuðlaði að því að Sveinn fór aldrei í opinbera heimsókn til Danmerkur á forsetatíð sinni.