„Theodore Roosevelt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 51:
 
===Forsetatíð===
Að stríðinu loknu hélt hann áfram að starfa í stjórnmálum og var hann kosinn [[ríkisstjóriFylkisstjóri (Bandaríkin)|fylkisstjóri]] New York-fylkis árið 1898 og í forsetakosningum tveimur árum seinna bauð hann sig fram sem varaforsetaefni [[William McKinley]] og sigruðu þeir. Theodore gengdi stöðu varaforseta í aðeins sex mánuði en McKinley lést af skotsárum og var Theodore þá svarinn í embætti. Hann gengdi embætti forseta í alls átta ár og barðist hart gegn spillingu. Í forsetatíð hans var ráðist í byggingu [[Panamaskurðurinn|Panamaskurðarins]] og lýsti því yfir að Bandaríkin væru eina landið sem mættu hafa ganga á milli í málefnum Suður- og Mið-Ameríku. Hann inleiddi lög um réttar merkingar matvæla og að ákveðnum gæðastaðli skyldi viðhaldið í hráefnum þeirra. Með lögum kom hann einnig í veg fyrir að járnbrautarfyrirtæki rukkuðu farþega of hátt fargjald. Theodore sá um málamiðlanir á utanríkisdeilum margra ríkja, þar á meðal í [[Stríð Rússa og Japana|stríði Rússa og Japana]], en fyrir það hlaut hann [[Friðarverðlaun Nóbels]] árið 1906.
 
Þrátt fyrir miklar vinsældir ákvað Roosevelt að bjóða sig ekki fram til þriðja kjörtímabils árið 1908 og lýsti þess í stað yfir stuðningi sínum við stríðsmálaráðherra sinn, [[William Howard Taft]], sem náði kjöri og tók við forsetaembætti árið eftir.