„Monica Lewinsky“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Linkaði irangate
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 6:
===== Sambandið við Bill Clinton =====
 
Upp komst um samband Lewinsky og Clinton þegar [[Paula Corbin Jones]], fyrrum starfsmaður [[Arkansas]] ríkis, sakaði forsetann um að hafa áreitt sig kynferðislega árið 1991 þegar Clinton var [[ríkisstjóriFylkisstjóri (Bandaríkin)|fylkisstjóri]] Arkansas. Lögfræðingar Jones vildu sýna fram á hegðunarmynstur hjá forsetanum og yfirheyrðu því nokkrar konur sem talið var að hann hefði átt í kynferðissambandi við. Clinton sjálfur var yfirheyrður þann 17. janúar árið 1998, hann neitaði alfarið að hann hefði átt í kynferðissambandi við Lewinsky frá 1995-96. Lewinsky neitaði einnig sambandinu við fyrstu yfirheyrslu. Samstarfskona Lewinsky, [[Linda R. Tripp]], sendi [[Kenneth Starr]], sjálfstæðum [[saksóknari|saksóknara]], upptökur af samtölum hennar við Lewinsky þar sem hún lýsir sambandi sínu við forsetann. Starr hóf rannsókn á málinu með leyfi frá [[dómsmálaráðherra]].
 
Í mars 1998 hófust [[vitnaleiðslur]] fyrir [[kviðdómur|kviðdómi]] og m.a. var sýnt fram á að forsetinn hefði logið áður um kynferðissamband. Í yfirheyrslunni þann 17. janúar viðurkenndi hann að hafa átt í kynferðissambandi við [[Gennifer Flowers]], skemmtikraft frá Arkansas, á 9. áratugnum en hann hafði áður neitað því.