Munur á milli breytinga „Fiskur“

1.324 bæti fjarlægð ,  fyrir 3 árum
ekkert breytingarágrip
Sá vatnagöngufiskur sem mest hefur verið rannsakaður er [[lax]]inn sem klekst út efst í ám, þroskast í ánni og syndir til sjávar þegar vissum aldri er náð. Í hafinu stækkar hann og síðan snýr hann aftur ''í sömu ána'' sem hann fæddist í til að æxlast. Margir stofnar laxa hafa mikið menningarlegt og efnahagslegt gildi þannig að ánum sem þeir sækja hefur verið breytt með sérstökum [[laxastigi|laxastigum]] sem hjálpa fiskinum að komast yfir hindranir og ganga ofar í ána.
 
Best rannsakaða dæmið um sjógöngufiska eru evrópski állinn sem gengur um sex þúsund kílómetra í [[Þanghafið]] (í miðju [[Atlantshaf]]inu) til að hrygna og gengur í gegnum gríðarlegar [[myndbreyting]]ar á leið sinni. Lirfurnar ganga síðan til baka sem glerálar og þroskast í ám Evrópu.Europe
 
== Flokkun ==
[[Mynd:Fossil Actinopterygian.jpg|thumb|right|Steingervingur fisks frá krítartímabilinu.]]
Fiskar eru af samsíða þróunarlínum, þannig að hver [[grein (þróun)|grein]] sem inniheldur alla fiska inniheldur líka [[ferfætlingar|ferfætlinga]] sem ekki eru fiskar. Elstu þekktu fiskarnir (og þar með elstu þekktu [[hryggdýr]]in) komu fram á [[kambríum]]tímabilinu fyrir um 510 milljónum ára.
 
Fiskum er skipt í eftirfarandi meginhópa:
* ''[[Hyperoartia]]''
** [[Steinsugur]] (''[[Petromyzontidae]]'')
* [[Tvínösungar]] (''[[Pteraspidomorphi]]'')
* ''[[Thelodonti]]''
* ''[[Anaspida]]''
* [[Einnösungar]] (''[[Cephalaspidomorphi]]'')
** ''[[Galeaspida]]''
** ''[[Pituriaspida]]''
** [[Skjaldfiskar]] (''[[Osteostraci]]'')
* [[Kjálkadýr]] (''[[Gnathostomata]]'')
** [[Brynháfar]] (''[[Placodermi]]'')
** [[Brjóskfiskar]] (''[[Chondrichthyes]]'')
** [[Broddháfar]] (''[[Acanthodii]]'')
** [[Beinfiskar]] (''[[Osteichthyes]]'')
*** [[Geisluggar]] (''[[Actinopterygii]]'')
*** [[Holduggar]] (''[[Sarcopterygii]]'')
**** [[Fornólfar]] (''[[Actinistia]]'')
**** [[Lungnafiskar]] (''[[Dipnoi]]'')
 
Sumir [[fornlíffræði]]ngar telja [[keilutönnungar|keilutönnunga]] til frumstæðra fiska þar sem þeir eru [[seildýr]].
 
Nánari flokkun er að finna í greininni um [[hryggdýr]].
 
== Þróun fiska ==
Óskráður notandi