Munur á milli breytinga „Heinrich Himmler“

ekkert breytingarágrip
 
=== Æska ===
Heinrich Himmler var fæddur 7. október 1900 í München í Þýskalandi. Hann var alinn upp í strangtrúaðri kaþólskri fjölskyldu af millistétt.<ref name=hook>Hook, Alex, bls 80-81.</ref> Faðir hans hét Joseph Gebhard Himmler og var skólastjóri í menntaskóla. Móðir hans hét Anna Maria Himmler. Hann átti einn yngri bróðir að nafni Ernst Hermann Himmler og annan eldri Gebhard Ludwig Himmler.<ref name=encyclopaedia1>''Encyclopædia Britannica'', „Heinrich Himmler“.</ref> Faðir Heinrich Himmler hafði verið einkakennari margra barna úr valdamiklum fjölskyldum í Þýskalandi. Þessi áhrifaríku sambönd urðu til þess að prins Heinrich af BavaríuBæjaralandi var guðfaðir Heinrich Himmler og hét hann í höfuðið á honum.<ref name=encyclopaedia1/>
 
Heinrich Himmler var full ungur til þess að ganga í her Þýskalands sem barðist í fyrri heimstyrjöldinni en lagði sitt af mörkum með því að aðstoða lögreglusveitir. Aðal áhugamál Heinrich Himmler var landbúnaður. Hann vann á bóndabýli í stuttan tíma þegar hann var búin með grunnnám en eftir það fór hann í tækniháskólann í München og lærði þar búfræði. Á þessum tíma kviknaði stjórnmálaáhugi Himmlers.<ref name=hook/>
Himmler gekk í Nasistaflokkinn undir stjórn Adolfs Hitler. Áhrifamikill maður innan Nasistaflokksins að nafni [[Gregor Strasser]] réð Himmler sem aðstoðamann sinn til að byrja með. Það starf fól aðalega í sér að sjá um skrifstofustarfsemi og áróðursherferðir. Skipulagshæfileikar Himmler leyndu sér ekki og stjórnaði hann fljótlega SS-sveitunum í Suður-BavaríuBæjaralandi. Himmler hélt áfram að klifra metorðastigann og í janúar árið 1926 útnefndi Adolf Hitler hann foringja SS-sveitanna.<ref name=hook/>
 
== Valdaferill ==
 
Nú þegar SA sveitirnar heyrðu sögunni til hafði Heinrich Himmler tækifæri til að gera SS-sveitirnar sínar að einum af stærstu og valdamestu samtökum í Þýskalandi. Himmler vildi að SS-sveitirnar myndu samanstanda af mun hæfari mönnum en þeir sem höfðu verið í SA-sveitunum. Hann bjó til eins konar elítumynd af því hvernig það væri að vera í SS-sveitunum til þess að laða að sem hæfustu einstaklinga. Þetta gerðu hann með virðulegum svörtum búningum og sérstökum auðkennum. SS-mönnum þóttu þeir æðri en brúnklæddu SA-sveitamennirnir. Himmler lét alla meðlimi SS-sveita sverja hollustu við Adolf Hitler. Þetta var vel séð af Adolf Hitler og styrkti það valdastöðu Himmlers innan flokksins.<ref name=hook/> Þegar nasistar voru komnir til valda í Þýskalandi árið 1933 var fjöldi meðlima í SS-sveitunum kominn upp í um 50 þúsund. Árið 1939 voru meðlimir orðnir 250 þúsund.<ref name=encyclopaedia2/>
Himmler hélt áfram uppbyggingu SS-sveitanna og þegar seinni heimstyrjöldin var yfirvofandi skipti hann sveitinni í tvennt. Önnur sveitin byggði á hernaði ([[Waffen-SS]]) en hin ekki (Allgemeine-SS). Sú sem byggði á hernaði (Waffen-SS) átti mikinn þátt í að setja upp og reka útrýmingarbúðir og stóð fyrir nauðungarvinnu og öðrum voðaverkum í seinni heimstyrjöldinni.<ref name=hook/>
 
=== Aukin völd ===
 
=== Helförin ===
Árið 1941 fyrirskipaði Adolf Hitler með samráði Himmlers og annara háttsettra nasistaforingja algjöra útrýmingju gyðinga. Þetta kölluðu þeir lokalausnina[[lokalausnin]]a. Fyrir það höfðu gyðingar verið einangraðir í sérstökum hverfum og auðkenndir með því að bera gula stjörnu. Fjöldamargir gyðingar höfðu einnig verið látnir vinna nauðungarvinnu. Alls höfðu um tólf milljónir fanga starfað hjá þýskum iðnaðarfyrirtækjum. SS-sveitirnar undir forustu Himmler ráku sex útrýmingarbúðir, 22 fangabúðir, 165 þrælkunarbúðir og fleiri minni búðir.<ref>Dr Berndl, Klaus ofl, bls 520-521.</ref> Gyðingum var smalað saman, jafnvel látnir grafa sínar eigin grafir, pyntaðir og myrtir.<ref>Dr Berndl, Klaus o.fl., bls 513.</ref> Gyðingar sem létust af völdum [[Helförin|helfararinnar]] voru um sex milljónir. Sígaunar, geðsjúkir, vangefnir og samkynhneigðir urðu einnig fyrir barðinu á helför nasista. Tala látinna úr þeirra hópi var að minnsta kosti 500 þúsund.<ref>Rees, Laurence, bls 238.</ref>
 
== Kynþáttahyggja ==