„Desmond Tutu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 23:
Tutu fæddist til fátækrar fjölskyldu af [[Xhosa]]- og [[Tswana]]-þjóðerni í [[Klerksdorp]]. Hann vann sem kennari, giftist á fullorðinsárum [[Nomalizo Leah Tutu]] og eignaðist með henni nokkur börn. Árið 1960 var hann vígður sem prestur í ensku biskupakirkjunni og árið 1962 flutti hann til Bretlands til að nema [[guðfræði]] í [[King's College London|Konungsháskólanum í London]]. Hann sneri aftur til Afríku árið 1966 og kenndi guðfræði í háskóla Botsvana, Lesotó og Svasílands. Árið 1972 varð hann framkvæmdastjóri guðfræðinámsstyrkja í Afríku. Þessari stöðu gegndi hann frá London en þurfti þó að ferðast reglulega um Afríku. Hann var kominn aftur til Suður-Afríku árið 1975 og varð þá prestur í Dómkirkju heilagrar Maríu í Jóhannesarborg og síðan biskup Lesótó. Í krafti þessara kirkjuembætta tók hann virkan þátt í baráttunni gegn [[Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku|kynþáttaaðskilnaðarstefnu]] suður-afrískra stjórnvalda og minnihlutastjórn hvítra nýlenduherra. Frá 1978 til 1985 var Tutu aðalritari [[Suður-afríska kirkjuráðið|suður-afríska kirkjuráðsins]] og varð sem slíkur einn fremsti baráttumaður Suður-Afríku gegn aðskilnaðarstefnunni. Tutu varaði ríkisstjórn [[Þjóðarflokkur Suður-Afríku|Þjóðarflokksins]] við því að áframhaldandi aðskilnaðarstefna myndi leiða til ofbeldis milli kynþáttanna en hvatti þó sjálfur til friðsamlegra mótmæla og efnahagsþvingana af hálfu erlendra ríkisstjórna til að koma á breytingum.
 
Árið 1985 varð Tutu biskup Jóhannesarborgar og árið 1986 varð hann erkibiskup Höfðaborgar, sem er æðsta embætti ensku biskupakirkjunnar í suðurhluta Afríku. Sem leiðtogi kirkjunnar reyndi hann að gerast komast að sameiginlegum niðurstöðum og stóð meðal annars fyrir því að konum var leyft að gegna prestsstörfum í kirkjunni. Árið 1986 varð hann forseti [[Afríska kirkjusambandið|Afríska kirkjusambandsins]] (''All-African Conference of Churches''; ''AACC'') og ferðaðist enn víðar um álfuna. Þegar [[Frederik Willem de Klerk]] forseti leysti [[Nelson Mandela]], einn helsta baráttumanninn gegn aðskilnaðarstefnunni, úr fangelsi og hóf viðræður við hann til að binda enda á hana gerðist Tutu milliliður og sáttasemjari milli ýmissa fylkinga blökkumanna í landinu. Eftir að almennar kosningar voru haldnar árið 1994 og Mandela var kjörinn forseti útnefndi hann Tutu sem formann [[Sannleiks- og sáttanefndin (Suður-Afríka)|Sann­leiks- og sátta­nefnd­ar]] sem átti að rannsaka mannréttindabrot sem báðar fylkingar höfðu framið í baráttunni um aðskilnaðarstefnuna.<ref name="harðstjórn">{{cite news|title=Tutu varar við harðstjórn|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/428373/|publisher=''[[mbl.is]]'' |date=31. október 1998|accessdate =9. september 2018}}</ref>
 
Síðan aðskilnaðarstefnan leið undir lok hefur Tutu barist fyrir réttindum samkynhneigðra og tjáð sig um ýmis málefni. Meðal annars hefur hann talað um deilur [[Ísrael]]a og [[Palestína|Palestínumanna]]<ref name="ísraelpalestína">{{cite news|title=Tutu skammar Ísraela og Palestínumenn|url=http://www.visir.is/g/2008690941025/tutu-skammar-israela-og-palestinumenn|publisher=''[[Vísir]]'' |date=29. maí 2008|accessdate =9. september 2018}}</ref>, mótmælt [[Íraksstríðið|Íraksstríðinu]] og gagnrýnt suður-afrísku forsetana [[Thabo Mbeki]] og [[Jacob Zuma]]. Árið 2010 dró Tutu sig í hlé frá opinberum störfum.<ref name="helgur steinn">{{cite news|title=Des­mond Tutu dreg­ur sig í hlé|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2010/10/07/desmond_tutu_dregur_sig_i_hle/|publisher=''[[mbl.is]]'' |date=7. október 2010|accessdate =9. september 2018}}</ref>