„Thomas Jefferson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 32:
Thomas Jefferson var aðalhöfundur [[sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna|sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna]]. Hann var einn af aðalhugmyndasmiðum uppreisnarmanna. Þegar hann svo varð einn af þingmönnum Virginíufylkis lagði hann fram lagafrumvarp þar sem kveðið var á um afnám erfðaréttar elsta sonarins. Héðan af myndu öll systkini erfa jafnt nema erfðaskrá taki annað fram. Þegar [[frelsisstríð Bandaríkjanna]] hófst varð hann fylkisstjóri [[Virginía (fylki)|Virginíu fylkis]] og slapp tvívegis naumlega frá því að vera handsamaður af [[Bretland|Bretum]] á meðan átökum stóð. (Hann var seinna á ferlinum ásakaður um að vera heigull, því hann varð ekki eftir til að berjast gegn Bretum heldur flúði). Hann var sendiherra [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] í [[Frakkland]]i eftir stríðið, og sennilega útskýrir það að hluta til andstöðu hans við stríð gegn Frakklandi síðar.
 
Þegar Thomas Jefferson var beðinn um að samþykkja [[stjórnarskrá Bandaríkjanna]] var hann í vafa. Hann vildi ekki fá sterka ríkisstjórn eins og var lýst í stjórnarskránni, sem eiginlega var samin af Federalistum[[Sambandssinnaflokkurinn|Sambandssinnum]]. Hann samþykkti þó stjórnarskrána með einu skilyrði: The Bill of Rights.
 
Thomas Jefferson var stuðningsmaður þess að Bill Of Rights yrði samþykkt. Frumvarpið var lagt fram af [[James Madison]] árið [[1789]] og inniheldur fyrstu tíu stjórnarskrárbreytingarnar (enska: amendment). Jefferson krafðist þess að þegnar Bandaríkjanna hefðu [[málfrelsi]], [[trúfrelsi]] og [[fundafrelsi]]. Þetta neyddust FederalistarSambandssinnar til að samþykkja því Jefferson var afar vinsæll í Virginíu, stærsta fylkinu á þeim tíma, enda var hann fyrrum ríkisstjóri þess. Ein afleiðing þess að Bill of Rights frumvarpið var samþykkt var sú að allar götur síðan hefur stjórnarskráin verndað rétt almennra borgara til að eiga skotvopn, því önnur breytingin gengur út á frelsi til þess að bera vopn.
 
Thomas Jefferson var utanríkisráðherra (secretary of state) í forsetatíð [[George Washington]]s, en lenti í deilum við [[Alexander Hamilton]] fjármálaráðherra (secretary of treasure) um hvort stofna ætti landsbanka. Jefferson var á móti ríkisreknum banka en Hamilton studdi hann. Þessar deilur leiddu til þess að [[1793]] sagði Jefferson upp starfi sínu. Árið [[1796]] bauð hann sig fram til forseta, á móti [[John Adams]], en endaði sem varaforseti. Þetta gerðist vegna þess að kjörmenn kusu tvo frambjóðendur en tilgreindu ekki hvaða atkvæði færi til forsetaframbjóðanda og hvaða atkvæði færi til varaforsetaframbjóðanda, sá sem fékk svo flest atkvæði samtals varð forseti og sá sem fékk næstflest atkvæði varð varaforseti.<ref> DeGregorio (2002): 27.</ref> Árið [[1800]] bauð hann sig aftur fram gegn Adams og tókst þá að vinna sigur. Jefferson fékk atkvæði 73 kjörmanna í kosningunum en Adams 65. Varaforsetaefni Jeffersons, [[Aaron Burr]], fékk hinsvegar einnig 73 atkvæði samtals og átti því jafnan rétt og Jefferson á því að gera tilkall til forsetaembættisins, sem hann og gerði. Svo fór að [[Bandaríkjaþing|fulltrúadeild þingsins]] þurfti að skera úr um úrslitin og kaus þá Jefferson sem forseta og Burr sem varaforseta.<ref> DeGregorio (2002): 46.</ref>
Lína 40:
=== Forsetatíð Thomas Jefferson ===
==== Fyrra kjörtímabil ====
Fyrra kjörtímabil Jefferson var afar rólegt. Hann skar niður í herkvaðningu, einbeitti sér að því að borga upp skuldir ríkisins og lækkaði skatta. Þetta gerði hann óhemju vinsælan. Einnig þá tókst honum að koma því í gegn FederalistumSambandssinnum til gremju, að aðskilja framkvæmdavald og dómsstóla. En þrátt fyrir að Jefferson væri forseti voru FederalistarSambandssinnar en með tögl, haldir og ítök víðsvegar í framkvæmda- og dómsvaldinu.
 
1804 vann Jefferson stórsigur í kosningum. En á næsta kjörtímabili áttu ýmis vandamál eftir að koma upp. Meðal annars fyrstu stríðsátök í sögu BNA að frelsisstríðinu undanskildu.