Munur á milli breytinga „Thomas Jefferson“

Á fyrra kjörtímabili sínu hafði Jefferson aðskilið dóms- og framkvæmdavald, dregið úr sköttum og úr hernaðaruppbyggingu. John Adams hafði haft mikinn áhuga á hernaðaruppbyggingu, en Thomas verið á móti henni. Á þessu kjörtímabili átti hann eftir að skipta um skoðun og hallast yfir á málstað [[Sambandssinnaflokkurinn|Sambandssinna]] í utanríkismálum.
 
Á fyrra kjörtímabili Jeffersons hafði efnahagur Bandaríkjanna blómstrað sem aldrei fyrr, sem má þakka t.d. lágum sköttum og iðnvæðingu. En utanríkisaðgerðir Jeffersons áttu eftir að breyta ýmsu. Bresk herskip höfðu tekið fasta bandaríska kaupmenn sem sigldu á Atlantshafinu og þvingað þá til þess að ganga í breska herinn og taka þátt í [[Napóleonsstyrjaldirnar|stríðinu gegn Frökkum]]. Stríðið sem var á milli Breta og Frakka var farið að hafa alvarleg áhrif á utanríkisviðskipti Bandaríkjanna og sér í lagi eftir að Jefferson lýsti viðskiptabanni á bæði Frakkland og Bretland til að andmæla stríðinu. Bandarísk skip komust ekki í hafnir á meginlandi til þess að versla við lönd undir stjórn [[Napóleon Bónaparte|Napóleons]] (með öðrum orðum nærri allt meginland Evrópu).
 
Á sama tíma ákvað Jefferson að hætta að borga mútur til [[Barbaríið|Barbarísins]] í [[Trípólí]] í [[Líbía|Líbíu]]. Á þessum tíma í byrjun 19. aldar hafði sá siður tíðkast í nokkur hundruð ár að bjarga bandarískum sæförum úr gíslingu sjóræningja frá norðurströnd Afríku með því að múta sjóræningjunum. Jefferson ákvað að hætta að greiða þessa verndarskatta og að lýsa [[Barbarístríðin|stríði á hendur sjóráni]]. Hann sendi bandaríska flotann út á Miðjarðarhaf og réðst á Líbýu.