„Demókrataflokkurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 68:
Frambjóðandi flokksins í kosningunum 2008 var [[Barack Obama]], mótframbjóðandi hans í Rebúblíkanaflokknum var[[John McCain]]. Kosningabaráttan var mjög tvísýn og skiptust þeir á að vera í forrystu í skoðannakönnunum. Kosið var 4. nóvember og hafði Obama betur. Obama hlaut endurkjör árið 2012 og sat í alls átta ár á forsetastól. Á forsetatíð hans voru gerðar ýmsar breytingar á velferðakerfi Bandaríkjanna, meðal annars ný [[Lög um vernd sjúklinga og heilbrigðisþjónustu á sanngjörnu verði]], sem áttu þó eftir að reynast nokkuð umdeild. Í þingkosningum á valdatíð Obama glötuðu demókratar meirihluta á báðum þingdeildunum.
 
Frambjóðandi flokksins í kosningunum 2016 var [[Hillary Clinton]] og mótframbjóðandi hennar í Repúblikanaflokknum var [[Donald Trump]]. Clinton mældist lengst af með forskot á Trump í skoðanakönnunum en smám saman tók að halla á forskotið vegna hneykslismála úr stjórnmálaferli Clintons uns munurinn var orðinn ómarktækur þegar kom fram á kosningadag. Í kosningunni hlaut Clinton um þremur milljónum fleiri atkvæði en Trump en tapaði þó kjörinu þar sem Trump fékk úthlutað fleiri kjörmönnum vegna þess hvernig kjördæmakerfi Bandaríkjanna milli fylkja er háttað. Demókratar voru því í stjórnarandstöðu á öllum þremur deildum alríkisstjórnarinnar frá 2017 til byrjun ársins 2019, en í þingkosningum í nóvember árið 2018 tókst Demókrötum að vinna aftur meirihluta á fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
 
== Forsetar Bandaríkjanna úr Demókrataflokknum==