„Adolf Hitler“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 76:
Enn ríkti pattstaða í þýskum stjórnmálum og því bað Hitler Hindenburg að leysa upp þingið og kalla til nýrra kosninga snemma í mars. Þann 27. febrúar var kveikt í [[Ríkisþinghúsið í Berlín|ríkisþinghúsinu í Berlín]]. Íkveikjumaðurinn var hollenskur kommúnisti að nafni [[Marinus van der Lubbe]] og því töldu nasistarnir íkveikjuna vera til marks um samsæri kommúnista til að taka völdin. Hitler bað Hindenburg að setja tilskipun sem nam úr gildi borgaraleg réttindi og leyfði ríkisstjórninni að handtaka grunaða samsærismenn án réttarhalda. Tilskipunin var í samræmi við stjórnarskrá [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldisins]], sem leyfði forsetanum að setja tilskipanir í neyðarástandi. Með tilskipuninni bældi Hitler niður alla virkni þýska kommúnistaflokksins og handtók um 4,000 meðlimi hans fyrir kosningarnar, sem haldnar voru þann 6. mars 1933. Engu að síður tókst nasistaflokknum enn ekki að ná hreinum þingmeirihluta í kosningunum og þurfti því að endurnýja stjórnarsamstarfið við flokk Hindenburgs.
 
Þann 24. mars var kosið um ný lög á ríkisþinginu sem leyfðu ríkisstjórn Hitlers að setja lög án samþykkis þingsins í fjögur ár. Lögin máttu brjóta í bága við stjórnarskrána nema í undantekningartilvikum. Þar sem lögin vörðuðu stjórnarskrána þurfti stuðning tvo þriðju þingmanna til að staðfesta þau. Fyrir atkvæðagreiðsluna handtók Hitler því alla 81 þingmenn kommúnistaflokksins og kom í veg fyrir að margir þingmenn [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Þýskaland)|sósíaldemókrataJafnaðarmannaflokksins]] gætu mætt. [[Hermann Göring]], þá forseti þingsins, kvað á um að atkvæði þingmanna sem mættu ekki í atkvæðagreiðsluna yrðu ekki talin með. Lokaniðurstaða atkvæðagreiðslunnar var að 441 þingmenn kusu með og 84 á móti lögunum. Allir viðstaddir þingflokkar nema sósíaldemókratarJafnaðarmenn studdu lagasetninguna og þar með varð Þýskaland í reynd að einræðisríki.
 
===Þriðja ríkið===
[[File:Benito Mussolini and Adolf Hitler.jpg|thumb|left|Hitler ásamt [[Benito Mussolini]] árið 1937.]]
Stuttu eftir lagasetninguna var sósíaldemókrataflokkurinnJafnaðarmannaflokkurinn bannaður. Þann 2. maí 1933 voru öll [[Stéttarfélag|stéttarfélög]] bönnuð og leiðtogar þeirra handteknir. Þann 14. júlí var lýst yfir að nasistaflokkurinn væri eini löglegi stjórnmálaflokkurinn í Þýskalandi. Á [[nótt hinna löngu hnífa]], frá 30. júní til 2. júlí 1934, voru andstæðingar Hitlers innan stormsveitanna myrtir. Í kjölfarið var herinn hreinsaður af öllum herforingjum sem ekki þóttu nógu hlynntir nasistum.
 
Hindenburg lést þann 2. ágúst 1934. Daginn áður hafði ríkisstjórn Hitlers sett lög sem leystu upp forsetaembættið eftir dauða Hindenburgs og sameinuðu völd þess kanslaraembættinu. Þar með varð Hitler formlega „foringi og kanslari Þýskalands“ (''[[Führer]] und Reichskanzler'') og varð í senn [[ríkisstjórnarleiðtogi]] og [[þjóðhöfðingi]] landsins.<ref name=hindenburgoghitler>{{Vefheimild|titill=Hindenburg og Hitler |mánuður=1. júní|ár=1934|mánuðurskoðað=6. apríl|árskoðað=2018|útgefandi=''[[Óðinn (tímarit)|Óðinn]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2293432}}</ref>