„Jean-Paul Marat“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 25:
Marat hóf fulla þátttöku í stjórnmálum eftir að franska byltingin braust út. Hann gaf út blaðið ''Lýðvininn'' ([[franska]]: ''L'Ami du peuple'') og breiddi með því út málstað öreiganna í borgum Frakklands. Róttæk skrif Marats áttu drjúgan þátt í að vekja stéttarmeðvitund hjá frönskum verkamönnum.<ref name=vikan/> Viðhorf Marats voru of róttæk til að þóknast [[Gírondínar|Gírondínum]], sem stýrðu Frakklandi, og Marat var jafnvel rekinn í stutta útlegð til Englands vegna gagnrýni sinnar gegn [[Jacques Necker]], fyrrum fjármálaráðherra Loðvíks 16. konungs. Marat sneri aftur eftir aðeins þrjá mánuði og gekk á franska stjórnlagaþingið, þar sem hann talaði fyrir hækkun á tekjuskatti, starfsþjálfun verkamanna og styttingu þjónustutíma manna á herskyldualdri.<ref name=mbl/>
 
Þegar Loðvík 16. og [[Marie Antoinette]] reyndu að flýja Frakkland í júní árið 1791 var Marat meðal þeirra róttæklinga sem kölluðu á eftir því að konungurinn yrði settur af og [[lýðveldi]] stofnað í Frakklandi. Marat og aðrir róttæklingar úr röðum [[Jakobínar|Jakobína]] fengu sínu framgegntframgengt þann 20. september 1792 en þá varð [[Fyrsta franska lýðveldið|Frakkland lýðveldi]], Loðvík var sviptur krúnunni og síðan tekinn af lífi fyrir föðurlandssvik. Jakobínar ruddu hinum hófsamari Gírondínum úr byltingarstjórninni og hófu ofbeldisfulla [[Ógnarstjórnin|Ógnarstjórn]].
 
Um hálfum mánuði eftir fall Gírondínanna bankaði ung kona að nafni [[Charlotte Corday]] upp á hjá Marat. Hún hlaut áheyrn hjá honum á meðan hann sat í baði sínu og tjáði honum að hún hefði undir höndum lista af Gírondínum sem hyggðu á gagnbyltingu gegn Jakobínastjórninni. Á meðan Marat virti fyrir sér listann dró Corday upp hníf og stakk hann til bana. Corday taldi Marat bera ábyrgð á ofstækisfullum aðferðum Jakobína og hélt að með því að drepa hann myndi hún koma í veg fyrir frekara ofbeldi.