„Jean-Paul Marat“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{Persóna | nafn = Jean-Paul Marat | búseta = | mynd = Jean-Paul Marat portre.jpg | myndastærð = 200px | myndatexti = {{small|Málverk af Jean...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
Hann hafði sætt ofsóknum fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og varð að felast í saggafullum kjöllurum og öðrum óheilsuvænum vistaverum. Þetta leiddi til þess að hann veiktist af húðsjúkdómi sem átti eftir að hrjá hann alla ævi. Til þess að draga úr áhrifum sjúkdómsins tamdi Marat sér að sitja oft löngum stundum í baði á meðan hann skrifaði og las.<ref name=vikan/>
 
Marat hóf fulla þátttöku í stjórnmálum eftir að franska byltingin braust út. Hann gaf út blaðið ''Lýðvininn'' ([[franska]]: ''L'Ami du peuple'') og breiddi með því út málstað öreiganna í borgum Frakklands. Róttæk skrif Marats áttu drjúgan þátt í að vekja stéttarmeðvitund hjá frönskum verkamönnum.<ref name=vikan/> Viðhorf Marats voru of róttæk til að þóknast [[Gírondínar|Gírondínum]], sem stýrðu Frakklandi, og Marat var jafnvel rekinn í stutta útlegð til Englands vegna gagnrýni sinnar gegn [[Jacques Necker]], fyrrum fjármálaráðherra Loðvíks 16. konungs. Marat sneri aftur eftir aðeins þrjá mánuði og gekk á franska stjórnlagaþingið, þar sem hann talaði fyrir hækkun á tekjuskatti, starfsþjálfun verkamanna og styttingu þjónustutíma manna á herskyldualdri.<ref name=mbl/>
 
Þegar Loðvík 16. og [[Marie Antoinette]] reyndu að flýja Frakkland í júní árið 1791 var Marat meðal þeirra róttæklinga sem kölluðu á eftir því að konungurinn yrði settur af og [[lýðveldi]] stofnað í Frakklandi. Marat og aðrir róttæklingar úr röðum [[Jakobínar|Jakobína]] fengu sínu framgegnt þann 20. september 1792 en þá varð [[Fyrsta franska lýðveldið|Frakkland lýðveldi]] Loðvík var sviptur krúnunni og síðan tekinn af lífi fyrir föðurlandssvik. Jakobínar ruddu hinum hófsamari Gírondínum úr byltingarstjórninni og hófu ofbeldisfulla [[ÓgnarstjórnÓgnarstjórnin|Ógnarstjórn]].
 
Um hálfum mánuði eftir fall Gírondínanna bankaði ung kona að nafni [[Charlotte Corday]] upp á hjá Marat. Hún hlaut áheyrn hjá honum á meðan hann sat í baði sínu og tjáði honum að hún hefði undir höndum lista af Gírondínum sem hyggðu á gagnbyltingu gegn Jakobínastjórninni. Á meðan Marat virti fyrir sér listann dró Corday upp hníf og stakk hann til bana. Corday taldi Marat bera ábyrgð á ofstækisfullum aðferðum Jakobína og hélt að með því að drepa hann myndi hún koma í veg fyrir frekara ofbeldi.