„Mónakó“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.112.90.146 (spjall), breytt til síðustu útgáfu TKSnaevarr
Merki: Afturköllun
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 53:
Mónakó er [[furstadæmi]] og hefur Grimaldi-ættin setið þar við völd frá [[1297]], þegar [[Francesco Grimaldi]] og menn hans hertóku virki sem þar var, þó ekki óslitið því [[Genúa]]menn hröktu Grimaldi þaðan nokkru síðar. Árið [[1419]] var Mónakó undir yfirráðum [[Konungsríkið Aragónía|Konungsríkisns Aragóníu]] en þá keypti Grimaldi-ættin svæðið og árið [[1612]] fór Honore 2. að kalla sig fursta af Mónakó. Hann leitaði nokkru síðar á náðir [[Loðvík 13.|Loðvíks 13.]] Frakkakonungs vegna ásóknar Spánverja og gerðist lénsmaður hans. Varð furstadæmið, ásamt héröðunum Menton og Roquebrune, sem tilheyrt höfðu því síðan á 14. öld, þá franskt verndarsvæði.
 
Það var innlimað í Frakkland í [[Franska byltingin|byltingunni]], 1793, fékk sjálfstæði að nýju 1814 en á [[Vínarfundurinn|Vínarfundinum]] 1815 var það gert að verndarsvæði Konungsríkisins Sardiníu. Það varð svo aftur franskt verndarsvæði um miðja öldina. Um svipað leyti lýstu Menton og Roquebrune hehehehheheheh yfir sjálfstæði og sameinuðust síðan Frakklandi. Við það minnkaði land Mónakó um 95% en Frakkar greiddu furstanum í staðinn rúmar fjórar milljónir franka og viðurkenndu sjálfstæði Mónakó árið [[1861]].
[[Mynd:The Prince and Princess of Monaco with Hermann Bühlbecker and Karl Lagerfeld.jpg|thumb|left|Albert fursti og Charlene furstynja.]]
Furstar Mónakó voru [[einveldi|einvaldar]] allt til [[1911]], þegar ný [[stjórnarskrá]] gekk í gildi. Furstinn hefur þó enn mikil völd. [[Rainier 3.]] tók við af föður sínum, [[Loðvík 2. Mónakófursti|Loðvík 2.]], árið [[1949]] og stýrði furstadæminu til 31. mars [[2005]], þegar hann lét völdin í hendur sonar síns, Alberts, vegna sjúkleika og lést svo sex dögum síðar. [[Albert 2. Mónakófursti|Albert 2.]] tók þá við furstadæminu. Hann giftist suður-afrísku sunddrottningunni [[Charlene Wittstock]] [[1. júlí]] [[2011]].