„Tannhvalir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
lagfæring
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
'''Tannhvalir''' ([[fræðiheiti]]: ''Odontoceti'') er annar tveggja undirættbálka hvala, hinn flokkurinn er [[Skíðishvalir]] (''Mysticeti''). Flokkunarfræðingar telja tæplega 80 tegundir tannhvala, en nákvæmur fjöldi tegunda er umdeildur. Tannhvalir finnast í öllum heimshöfum og í mörgum stórfljótum.
 
Tannhvalir eru tenntir eins og nafnið bendir til. Tennurnar eru þó ekki eins í öllum tannhvölum. Hjá sumum hvalategundum eru tennurnar allar af sömu gerð (það er þær greinast ekki í framtennur, vígtennur og jaxla) og eru keilulaga með einfalda rót. Fjöldi tanna er einnig misjöfn eftir tegundum, sumar tegundir [[Vatnahöfrungur|vatnahöfrunga]] (''Platanistidae'') eru með allt að tvö hundruð tennur, en [[Náhvalur|náhvalir]] (''Monodon monoceros'') hafa aðeins eina tönn sem skagar fram úr höfðinu.
 
Að [[Búrhvalur|búrhval]] (''Physeter catodon'') undanskildum eru flestar tegundir tannhvala talsvert minni en skíðishvalir. Tannhvalir hafa eitt öndunarop en skíðishvalir tvö. Hægri og vinstri hauskúpuhelmingar tannhvala er ekki eins og er það vegna þess að þeir nota bergmálsmiðun við fæðuleit og hefur aðlögun að slíkri skynjun gert það að verkum að hauskúpa þeirra er ósamhverf.