„Fiskarnir (stjörnumerki)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|300px|right|Myndin er úr ''[[Urania's Mirror'' (1824)]] 20px '''Fiskarnir''' er stórt en fremur dauft...
 
mEkkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Lína 1:
[[File:Sidney Hall - Urania's Mirror - Pisces.jpg|thumb|300px|right|Myndin er úr ''[[Urania's Mirror]]'' (1824)]]
[[File:Pisces.svg|20px]] '''Fiskarnir''' er stórt en fremur dauft [[stjörnumerki]] á norðurhveli himins. Það liggur á milli [[Vatnsberinn|Vatnsberans]] í vestri og [[Hrúturinn|Hrútsins]] í austri. Stjörnumerkið á sér langa sögu og er í hópi þeirra 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn [[Ptólmæos]] lýsti í riti sínu [[Almagest]] frá 2. öld e.Kr. Merkið státar ekki af neinni bjartri eða nafntogaðri stjörnu en hefur margt sér til ágætis að öðru leyti.
 
Sólbrautin eða [[sólbaugurinn]] liggur í gegn um Fiskana. Þeir eru því eitt af stjörnumerkjum [[dýrahringurinn|dýrahringsins]]. Sólin er innan marka Fiskanna frá 11. mars til 18. apríl. Fiskamerkið teygir sig suður fyrir miðbaug. [[Vorpunkturinn|Vorpunktur himins]] er í stjörnumerkinu en það er sá staður þar sem sólin sker miðbaug himins þegar hún gengur til norðurs. Hann markar [[vorjafndægur]].