Munur á milli breytinga „Kosningaréttur“

Merki: 2017 source edit
 
 
Enn varð breyting árið [[1934]], þegar kosningaréttur var færður niður í 21 árs aldur og takmarkanir á kosningarétti vegna skuldar við sveitarsjóð voru numdar úr gildi. Kosningaaldurinn var svo lækkaður í 20 ár árið [[1968]] og að lokum í 18 ár [[1984]].
 
== Fyrsti kosningaréttur kvenna 1882 ==
Árið 1882 fengu konur í fyrsta skipti kosningarétt á Íslandi. Þessi kosningaréttur var þó afar takmarkaður og hljóðaði upp á að ekkjur og aðrar ógiftar konur sem sátu fyrir búi eða áttu með sig sjálfar fengu kosningarétt í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum. Þessi réttur gilti fyrir konur sem voru eldri en 25 ára og honum fylgdi ekki kjörgengi. Það skal tekið fram að vinnukonur áttu sig ekki sjálfar og voru því mjög fáar konur sem gátu nýtt sér þennan kosningarétt.
 
== Tengt efni ==
Óskráður notandi