„Virginia Raggi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 26:
}}
'''Virginia Elena Raggi''' er ítölsk stjórnmálakona og núverandi borgarstjóri Rómar fyrir [[Fimmstjörnuhreyfingin|Fimmstjörnuhreyfinguna]].
 
== Kosning ==
== Æviágrip==
Sósíaldemókratar með Ignazio Marino sem borgarstjóra höfðu farið með völd í borginni. Marino neyddist hinsvegar til að segja af sér vegna kæruleysislegrar notkunar á opinberu fé og fundu sósíaldemókratar því annan til að gegna embætti sem eftir væri kjörtímabils.
 
Fremur gekk brösuglega fyrir hægriflokkana að ganga til kosninga þetta árið. Gátu þeir ekki sameinast um frambjóðenda og gengu því klofnir til kosninga. [[Silvio Berlusconi]] studdi Alfío Marchini en [[Lega Nord|Norðurflokkabandalagið]] Giorgia Meloni. Kosið var í tveimur umferðum og þar sem allir kjósendur hægriflokkana (90 % af stuðningsmönnum Marchini og 99 % af stuðningsmönnum Meloni) völdu Raggi fram yfir frambjóðenda sósíaldemókrata var eftirleikurinn auðveldur fyrir Raggi. Eitt af því fyrsta sem Raggi gerði í embætti borgarstjóra var að draga til baka framboð Rómarborgar um að hýsa Ólympíuleikana árið 2024 þar sem hún taldi að borgin yrði sliguð af skuldum ef til þess kæmi.
 
Árið 2018 fóru fram fjöldamótmæli gegn hnignandi innviðum Rómarborgar undir stjórn Raggi.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/romverjar-motmaela-raggi|titill=Rómverjar mótmæla Raggi|útgefandi=''RÚV''|mánuður=28. október|ár=2018|mánuðurskoðað=10. nóvember|árskoðað=2018}}</ref>
 
Í nóvember árið 2018 var Raggi sýknuð af ákæru um [[einkavinavæðing]]u. Hún hafði verið ákærð eftir að hún réð bróður eins nánasta aðstoðarmanns síns til að stýra ferðamannastefnu Rómar.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.visir.is/g/2018181119894/raggi-hreinsud-af-asokunum-um-einkavinavaedingu|titill=Raggi hreinsuð af ásökunum um einkavinavæðingu|útgefandi=''Vísir''|mánuður=10. nóvember|ár=2018|mánuðurskoðað=10. nóvember|árskoðað=2018}}</ref>
 
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Raggi, Virginia}}
{{f|1978|Raggi, Virginia}}