„Hillary Clinton“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 33:
 
== Æska og nám ==
Hillary Diane Rodham fæddist 26. október 1947 í Chicago, Illinois í Bandaríkjunum. Foreldar hennar [[Hugh Ellsworth Rodham]] og móðir hennar [[Dorothy Emma Howell]] fluttu til [[Park Ridge]] sem er úthverfi í Illinois þegar Hillary var þriggja ára gömul. Hillary er elst þriggja systkina en bræður hennar heita Hugh og Tony. Hún gekk í grunnsskóla í [[Park Ridge]] og síðar gekk hún í Maine East menntaskólann (e. Maine East High School) þar sem hún tók þátt í nemendaráðinu og skólablaðinu en á loka gagnfræðiárinu fluttist hún yfir í Maine South menntaskólann (e. Maine South High School) þar sem hún útskrifaðist árið 1965. Sama ár byrjaði Hillary í [[Wellesley -háskóli|Wellesley-háskólanum[http://web.wellesley.edu/web/ Wellesley College]] (e. Wellesley College) þar sem hún útskrifaðist með aðal áherslu á [[stjórnmálafræði]].<ref>Clinton, Hillary Rodham (29-05-1992). "Hillary Rodham Clinton Remarks to Wellesley College Class of 1992". Wellesley College. http://www.wellesley.edu/PublicAffairs/Commencement/1992/speecheshrc.html. Sótt 1.11.2010</ref> Hillary innritaði sig í Yale Laga Háskólann (e. Yale Law School). Árið 1971 kynntist hún Bill Clinton, núverandi eignmanni sínum, en hann stundaði einnig laganám við sama skóla. Árið 1973 útskrifaðist hún með lögfræðigráðu frá [[Yale Háskóli-háskóli|Yale Háskólanum-háskólanum]].
 
=== Árin í Arkansas ===
Árið 1974 tók Hillary ákvörðun um að eltaflytja Billmeð ClintonBill til Fayetteville í Arkansas þar sem hann var að kenna lögfræði í [[Háskólinn í Arkansas|háskólanum í Arkansas]] (e. University of Arkansas) og í framboði til sætis í [[fulltrúadeild Bandaríkjaþings]] fyrir Arkansas.<ref>Bernstein, Carl (2007). A Woman in Charge: The Life of Hillary Rodham Clinton. New York: Alfred A. Knopf. ISBN 0-375-40766-9</ref> Þar gerðist hún ein af tveimur kvennkyns lögfræðikennurum í sama háskóla og Bill þar sem hún kenndi [[afbrotafræði]] og varð fyrsti framkvæmdarstjóri lögfræði- hjálparstofnun skólans. Bill og Hillary giftu sig með lítilli athöfn 11. Október 1975.Hillary og Bill Clinton giftu sig með lítilli athöfn 11.10.1975.<ref>"Hillary Rodham Clinton". The White House. http://www.whitehouse.gov/history/firstladies/hc42.html. Sótt 1.11.2010.</ref> Hún ákvað að taka ekki upp nafn eiginmanns síns og halda atvinnulífinu aðskildnu frá persónulega lífinu sínu. Bill tapaði framboði sínu til fulltrúadeildarinnar en var kosin [[dómsmálaráðherra Arkansas]] árið 1976 sem gerði það að verkum að hjónin fluttu til höfuðborgar Arkansas, [[Little Rock]]. Þar byrjaði hún að vinna hjá virðulegri lögfræðistofu sem hét Rose Law Firm, ásamt því að vinna sjálfboðavinnu fyrir málstað barna.
 
Árið 1978 var eiginmaður hennar kosin fylkisstjóri Arkansas sem gerði Hillary að [[ríkisfrú Arkansas]] (1979-1981 og svo aftur 1983-1992) þar sem eiginmaður hennar skipaði hana sem formann yfir heilbrigðisráðgjafanefnd landsbyggðarinnar í Arkansas (e. Rural Health Advisory Committee) þar sem hún tryggði aukið fjármagn til heilbrigðisþjónustu fátaktækari svæða ríkisins. Árið 1979 varð Hillary fyrsta konan til að gerast meðeigandi í Rose lögfræðistofunni sem hún starfaði hjá. Frá árunum 1978 þar til Bill var gerður að forseta Bandaríkjanna var Hillary ávalt tekjuhæst á heimilinu. Árið 1980 eignuðust svo Hillary og Bill sitt fyrsta og eina barn, [[Chelsea Clinton]].