„Ógnarstjórnin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Míteró (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:La fournée des Girondins 10-11-1793.jpg|thumb|right|Teikning af aftöku Gírondínanna.]]
'''Ógnarstjórnin''' (''la Terreur'') var tímabil í sögu [[Franska byltingin|frönsku byltingarinnar]] sem einkenndist af alræðistilburðum ríkisstjórnarinnar<ref>[http://hypo.ge-dip.etat-ge.ch/www/cliotexte/html/france.revolution.1789.html Cliotexte, recueil de textes sur la Révolution française dont la décision du 11 octobre 1793].</ref> og fjöldaaftökum á meintum gagnbyltingarmönnum.<ref name="f253-254">Émile Fournier, ''La terreur bleue'', Albin Michel, 1984, bls. 253-254.</ref><ref name="Dupuy_268-269">Roger Dupuy, ''Nouvelle histoire de la France contemporaine'', bls. 268-269</ref><ref name="Hussenet_140_466">Jacques Hussenet (dir.), « Détruisez la Vendée ! », bls. 140 et 466.</ref><ref name="Clénet 221">Louis-Marie Clénet, Les colonnes infernales, Perrin, coll. « Vérités et Légendes », 1993.</ref> Þar sem Ógnarstjórnin varð til smám saman er deilt um það hvenær hún hófst í reynd: ýmist er miðað við stofnun byltingardómstólsins í mars árið 1793, við septembermorðin árið 1792 eða við fyrstu aftökurnar í júlí árið 1789.<ref name="Martin1" /> Ógnarstjórnin og aftökurnar sem fylgdu henni stóðu sem hæst eftir að [[Fjallbúar|Fjallbúahópurinn]] svokallaði tók við stjórn [[Fyrsta franska lýðveldið|franska lýðveldisins]] árið 1793. Almennt er miðað við að henni hafi lokið þegar leiðtoga Fjallbúanna, [[Maximilien Robespierre]], var steypt af stóli og hann hálshöggvinn á [[Fallöxi|fallöxinni]] þann 28. júlí 1794.<ref name="Martin1">Jean-Clément Martin, La Terreur, part maudite de la Révolution, Découvertes/Gallimard, 2010, bls. 14-15.</ref>
 
Eftir að [[franska konungdæmið]] var leyst upp þann 10. ágúst 1792 og fulltrúar [[Gírondínar|Gírondína]] á franska stjórnlagaþinginu voru handteknir frá 31. maí til 2. júní næsta ár<ref>''Archives parlementaires de 1787 à 1860'', Paris, P. Dupont, 1897-1913, [http://gallica.bnf.fr/ark:/12148/bpt6k49580t/f695.image.pagination.r=Archives+parlementaires+de+1787+%C3%A0+1860.langFR bls. 708].</ref> tók Fjallbúahópurinn (''les Montagnards'') við stjórn fyrsta franska lýðveldisins. Franska lýðveldið var þá í miðju [[Frönsku byltingarstríðin|fyrsta franska byltingarstríðinu]] og jafnframt í miðri borgarastyrjöld gegn konungssinnum og sambandssinnum. Því var því stjórnað með valdbeitingu og bælingu á öllu andófi sem talið var til „gagnbyltingarsinna“.<ref>Définition de J. Tulard, J.-F. Fayard, A. Fierro, ''Histoire et dictionnaire de la Révolution française, 1789-1799'', 1987, bls. 1113 ; voir aussi P. Gueniffey, ''La Politique de la Terreur'', 2000, bls. 13.</ref> Á sama tíma stóðu Fjallbúarnir í valdabaráttu gegn Gírondínum, hófsamari byltingarmönnum, Hébertistum (sem studdu enn ofsafengnari valdbeitingu en Fjallbúarnir) og stuðningsmönnum [[Georges Jacques Danton]], sem hafði látið lífið undir fallöxinni að undirlagi Robespierre. Eftir fullnaðarsigur lýðveldissinna innan Frakklands sameinuðust þessir hópar á móti Robespierre og fylgismönnum hans og létu taka þá af lífi 28. júlí 1794. Þar með lauk Ógnarstjórninni, ofbeldisfyllsta kafla frönsku byltingarinnar.