„HIV“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Útskýring skammstöfunar
Lína 1:
[[Mynd:HIV-budding-Color.jpg|thumb|Mynd í gervilitum tekin með rafeindasmásjá sýnir hér HIV-veirur ''(í grænu)'' ryðja sér út úr eitilfrumu.]]
[[Mynd:Niaid-hi-virion-mod.svg|thumb|Skýringarmynd sýnir útlit HIV-veirunnar.]]
[[HIV-veira]] (skammstöfun komin frá [[enska]] heitinu ''('''human immunodeficiency virus''' („ónæmisskerðingar-veira í manninum“),'' á íslensku stundum kölluð '''''eyðniveira''')'' er [[veira]] sem ræðst á [[ónæmiskerfi]] [[Maður|mannsins]]. HIV getur smitast með [[blóð]]i, [[sæði]], [[leggöng|leggangavökva]] og brjósta[[mjólk]].
 
Veiran er af gerð víxlveira ''(retróveira)'' og af undirgerð hæggengra veira ''(lentivirus)''. Hún sýkir frumur sem gegna hlutverki í ónæmiskerfi mannsins, þá aðallega T-hjálparfrumur af undirgerð CD4<sup>+</sup>. T-hjálparfrumur eru nauðsynlegar fyrir lært ónæmi, þ.e. að líkaminn geti varist þeim sýklum sem hann hefur séð áður. Veiran drepur þessar frumur. Nokkrum árum eftir sýkingu er fjöldi CD4<sup>+</sup> T-hjálparfrumna orðinn svo lágur að líkaminn getur ekki lengur varist nýjum sýkingum.
 
Einkenni eru mjög lengi að koma fram. Tæpum 2 mánuðum eftir smit fá margir höfuðverk og hita, en næstu einkenni eftir það koma ekki fram fyrr en mörgum árum síðar. Þá hefur veiran veikt ónæmiskerfið verulega og fólk fær ýmsar tækifærissýkingar. Þá kallast sjúkdómurinn ''[[alnæmi]]'' eða ''eyðni.''
 
Ekki er hægt að greina sýkingu fyrr en 2 mánuðum eftir smit. Lækning við HIV er ekki til, en hægt er að halda sýkingunni algerlega í skefjum með nýjum lyfjum. Með réttri lyfjameðferð er einstaklingur ekki smitandi. Án meðferðar má reikna með að lifa í 9 til 11 ár.<ref name="UNAIDS2007">{{cite web|date=December 2007|title=2007 AIDS epidemic update|url=http://data.unaids.org/pub/EPISlides/2007/2007_epiupdate_en.pdf|page=10|access-date=2008-03-12|format=PDF|name-list-format=vanc|author1=UNAIDS|author2=WHO|authorlink1=Joint United Nations Programme on HIV/AIDS|authorlink2=World Health Organization}}</ref>