„James K. Polk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 34:
Bandaríkin unnu öruggan sigur gegn Mexíkó í stríðinu og hertóku [[Mexíkóborg]] árið 1848. Sama ár var friðarsáttmáli undirritaður þar sem Mexíkanar létu af hendi landsvæði sem spannar í dag Kaliforníu og Nýju-Mexíkó, auk þess sem þeir viðurkenndu innlimun Bandaríkjamanna á Texas. Þessir landvinningar voru ein stærsta útþensla í sögu Bandaríkjanna og með þeim uppfyllti Polk fyrirheit Bandaríkjanna um að ráða yfir Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku.
 
Þótt Polk sé oft hrósað fyrir það hve miklu hann náði fram á forsetatíð sinni hefur hann einnig verið gagnrýndur, bæði á ævi sinni og í seinni tíð, fyrir að hefja illa dulbúið [[innrásarstríð]] gegn Mexíkó sem kostaði fjölda mannslífa. Gagnrýnendur Polks segja hann hafa leikið Mexíkó grátt, sett slæmt fordæmi fyrir Bandaríkin og stuðlað að auknum ágreiningi um þrælahald sem átti eftir að leiða til [[Þrælastríðið|bandarísku borgarastyrjaldarinnar]].
 
==Tilvísanir==