„Viktor Emmanúel 3.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 51:
Árið 1940 ákvað Mussolini að leiða Ítalíu inn í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldina]] ásamt Þýskalandi. Ítalir hlutu afhroð nánast frá byrjun. Vinsældir bæði Mussolini og konungsins döluðu mjög í stríðinu vegna ófara hersins. Loks þann 25. júlí 1943 bar miðstjórn fasistaflokksins fram [[Vantrauststillaga|vantrauststillögu]] á hendur Mussolini og bað konunginn að leysa hann frá störfum. Næsta kvöld bað Mussolini konunginn um fund á ættarsetri hans. Þegar Mussolini reyndi að segja konungnum frá vantrauststillögunni greip Viktor Emmanúel fram í og tilkynnti honum að hann væri leystur úr embætti og að við honum tæki [[Pietro Badoglio]]. Hann fyrirskipaði síðan handtöku Mussolini og afsalaði sér keisaratign Eþíópíu og konungstign Albaníu.
 
Viktor Emmanúel tilkynnti þann 8. september árið 1943 að Ítalía hefði samið um vopnahlé við [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|Bandamenn]]. Þjóðverjar höfðu átt von á þessu og flýttu sér að afvopna ítalska bandamenn sína og taka við beinni stjórn [[Balkanskagi|Balkanskaga]], [[Frakkland|Frakklands]] og [[Tylftareyjar|Tylftareyja]]. Konungurinn óttaðist að Þjóðverjar myndu hertaka Róm sjálfa og flúði því suður til [[Brindisi]] ásamt ríkisstjórn sinni. Hann hlaut nokkra gagnrýni fyrir að yfirgefa höfuðborgina og þótti koma illa út í samanburði við [[Georg 6. Bretlandskonungur|Georg 6. Bretlandskonung]] og [[Elísabet drottningarmóðir|Elísabetu drottningu]], sem höfðu verið áfram í London á meðan loftárásir Þjóðverja stóðu sem hæst, og við [[Píus 12.|Píus 12. páfa]] sem blandaði geði og lék við almenning Rómar eftir sprengjuárásir á borgina.
 
Viktor Emmanúel gerði sér grein fyrir því að mannorð hans væri flekkað vegna daðurs hans við fasistastjórnina og eftirlét syni sínum, [[Úmbertó 2.|Úmbertó krónprinsi]], því flest völd krúnunnar í apríl 1944. Með þessu móti lét Viktor Emmanúel af flestum völdum sínum án þess að segja af sér sem konungur. Valdfærslan var gerð formleg eftir að Róm var frelsuð undan hernámi Þjóðverja.