„Bram Stoker“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 27:
 
==Æviágrip==
Bram Stoker fæddist í Clontard í [[Dublin]]<ref>Belford, Barbara (2002). ''Bram Stoker and the Man Who Was Dracula''. Cambridge, Massachusetts: Da Capo Press, bls. 17.</ref>. Foreldrar hannhans voru Abraham Stoker og kvenréttindakonan Charlotte Mathilda Thornley. Stoker var þungt haldinn af óþekktum sjúkdómi á ungdómsárum sínum og sagðist hafa orðið mjög íhugull drengur vegna þess hve oft hann var rúmfastur. Þetta hafi síðan komið honum til góðs sem rithöfundur á fullorðinsárum sínum. Hann nam stærðfræði við Trinity-háskólann í Dublin frá 1864 til 1870<ref>[https://www.tcd.ie/trinitywriters/writers/bram-stoker/ Bram Stoker (1847-1912)] Trinity College Dublin Writers by Jarlath Killeen</ref> en var á sama tíma mjög áhugasamur um sagnfræði og heimspeki.
 
Eftir námsárin hóf Stoker að vinna sem leikhúsgagnrýnandi fyrir tímaritið ''The Dublin Mail''. Þetta var ekki virt starfsgrein en Stoker vakti athygli lesenda fyrir vel skrifaða gagnrýni sína. Stoker kynntist leikaranum [[Henry Irving]] og vinskapur tókst með þeim eftir að Stoker skrifaði jákvæða gagnrýni um uppsetningu Irvings á ''[[Hamlet]]'' í Dublin árið 1876. Stoker fór einnig sjálfur að skrifa smásögur á þessum tíma.