„Sauðafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Viðbót
Viðbót
Lína 2:
'''Sauðafell''' er bær í [[Miðdalir|Miðdölum]] í [[Dalasýsla|Dalasýslu]] og stendur undir felli með sama nafni. Bærinn er nefndur í [[Landnámabók|Landnámu]], kemur víða við sögu í [[Sturlunga|Sturlungu]] og var einnig sögusvið atburða á [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskiptatímanum.]] Sauðafell telst landnámsjörð, því að [[Erpur Meldúnsson]], hinn stórættaði [[leysingi]] [[Auður djúpúðga Ketilsdóttir|Auðar djúpúðgu]], fékk Sauðafellslönd og bjó á Sauðafelli og telst vera fyrsti ábúandinn þar. Á 10. öld bjó þar, að því er segir í [[Laxdæla saga|Laxdælu,]] Þórólfur rauðnefur, sem var hetja mikil. Þá er sagt að á Sauðafelli væri allra manna gisting, enda bærinn í þjóðbraut. Seinna bjó Máni sonur [[Snorri goði|Snorra goða]] á Sauðafelli og síðan Ljótur sonur hans, en hann var kallaður mestur sonarsona Snorra goða. Höfðingjar búa á Sauðafelli frá og með 11. öld en frá því að Sighvatur Sturluson kaupir jörðina um 1200 verður Sauðafell höfðingjasetur og kemur mjög við pólitíska sögu Sturlungaaldar og þau innanlandsátök valdasjúkra höfðingja sem einkenndu 13. öldina.
 
Sauðafell varð snemma valdamiðstöð, einkum á Sturlungaöld og höfðingjasetur fram eftir öldum. Sauðafell lá einstaklega vel við samgöngum, annars vegar af Norðurlandi, úr Hrútafirði um Haukadalsskarð og Saursstaðaháls og hins vegar úr Norðurárdal í Borgarfirði um Bröttubrekku svo og frá Svignaskarði um Langavatnsdal og Sópandaskarð. Kirkja var síðar reist á Sauðafelli og til hennar var greidd tíund.
 
Sauðafell var löngum setið af stórbrotnum höfðingjum. Nafnkenndastir þeirra voru Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvatsson (1199-1238). Um 1200 keypti [[Sighvatur Sturluson]] jörðina og bjó þar og síðan [[Sturla Sighvatsson|Sturla]] sonur hans. Sighvatur fluttist að Sauðafelli frá Hjarðarholti í Laxárdal. "Hann gerðist mikill höfðingi og vinsæll við sína menn" segir í 18. kafla Íslendingasögu. Sighvatur fór þá með erfðagoðorð Sturlunga. Kona Sighvats var Halldóra Tumadóttir dóttir Tuma Kolbeinssonar, höfðingja í Skagafirði. Sighvatur flytur frá Sauðafelli norður í Eyjafjörð 1215. Á árunum 1215 til 1221 búa Runólfur prestur og Dufgus Þorleifsson, sem var systursonur Sighvats, á Sauðafelli í umboði Sighvats. Árið 1221 sest Sturla Sighvatsson svo að á Sauðafelli, tekur við mannaforráðum föður síns og Snorrungagoðorði, sem afi hans, Hvamm-Sturla, hafði átt.