„Jacques Delors“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
'''Jacques Delors''' (f. 20. júlí 1925) er [[Frakkland|franskur]] hagfræðingur og stjórnmálamaður úr [[Sósíalistaflokkurinn (Frakkland)|Sósíalistaflokknum]]. Hann var fjármálaráðherra Frakklands frá 1981 til 1984 og borgarstjóri [[Clichy-la-Garenne]] frá 1983 til 1984. Hann er þó þekktari fyrir störf sín hjá [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]]: Hann var forseti [[Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins|framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins]] frá 1985 til 1995 og stofnaði hugveitu undir nafninu „Okkar Evrópa – Jacques Delors-stofnunin“ (franska: ''Notre Europe - Institut Jacques Delors'') til þess að huga að sameinaðri Evrópu árið 1996. Delors þótti vænlegur til sigurs í frönsku forsetakosningunum árið 1995 en öllum að óvörum neitaði hann að bjóða sig fram.<ref>{{Vefheimild|titill=Vonir vinstrimanna orðnar að engu|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1819725|útgefandi=''Morgunblaðið''|ár=1994|mánuður=13. desember|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=30. október}}</ref>
 
Framkvæmdastjórn Delors er gjarnan talin sú farsælasta og afkastamesta í sögu Evrópusambandsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Delors, Jacques|url=https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=60060|útgefandi=Evrópuvefurinn|ár=2011|mánuður=23. júní|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=30. október}}</ref> Á forsetatíð Delors voru [[Einingarlögin]] og [[Maastrichtsáttmálinn]] undirritaðundirrituð og Evrópusambandið ásamt sameiginlegum markaði í núverandi mynd varð til. Einnig var [[Schengen-samstarfið]] stofnað, [[Spánn]] og [[Portúgal]] fengu aðild að sambandinu og [[Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópusambandsins|sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins]] var umbreytt með stofnun evrópskra matarbanka.
 
Delors var einn helsti hvatamaðurinn að upptöku sameiginlegs gjaldmiðils fyrir Evrópusambandið, sem var gert með upptöku [[Evra|evrunnar]] árið 2004. Í seinni tíð hefur hann þó lýst yfir efasemdum um upptöku evrunnar og í [[Skuldakreppan í Evrópu|evrópsku skuldakreppunni]] gagnrýndi hann stjórnendur [[Seðlabanki Evrópu|Seðlabanka Evrópu]] fyrir að vilja ekki aðstoða verst settu ríkin af ótta við verðbólgu.<ref>{{Vefheimild|titill=Evran var stórgölluð frá upphafi|url=http://www.vb.is/frettir/evran-var-storgollud-fra-upphafi/68045/|útgefandi=''Viðskiptablaðið''|ár=2011|mánuður=3. desember|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=30. október}}</ref>