„Guðmundar- og Geirfinnsmálið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m (Soft hyphens)
Meira um söguna.
Lína 47:
 
==Rannsókn==
'''Sævar Ciesielski''' var 19 ára góðkunningi [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]]. Hann var handtekinn ásamt kærustu sinni '''Erlu Bolladóttur''' eftir að orðrómur hafði komist á kreik um aðild hans að hvarfi Geirfinns. Parið átti samam nýfæddakornunga dóttur. Við yfirheyrslu náði lögregla fram játningu frá Erlu að hún hefði myrt Geirfinn. Eftir játninguna reyndi lögregla að bendla Erlu við hvarf Guðmundar, þar sem þau höfðu verið skólafélagar. Þeim var haldið í gæsluvarðhaldi þar til að játning fékkst. Sævar játaði að hann og nokkrir félagar hans hefðu komið að glæpnum. Flestir í vinahópnum tengdust skemmtistaðnum ''Klúbbnum'' og voru flestir á sakaskrá fyrir ýmsa smáglæpi.
 
Sexmenningunum var haldið í gæsluvarðhaldi og einangrun svo mánuðum skipti í [[Síðumúlafangelsið|Síðumúlafangelsinu]], bæði vegna hvarfa þeirra Guðmundar og Geirfinns en líka vegna ótengds fjársvika- og póstsvikamáls sem lögregla hafði til rannsóknar. Þeim var hótað áframhaldandi einangrun væru þau ekki samvinnufús. Sumum þeirra var haldið í gæsluvarðhaldi í meira en 4 ár.
 
Sakborningarnir '''Kristján Viðar''' og '''Tryggvi Rúnar''' játuðu að lokum að hafa orðið Guðmundi að bana. Morðið átti að hafa átt sér stað eftir að slagsmál brutust út milli þeirra. Eftir áframhaldandi einangrun játaði '''Albert Klahn''' að hafa aðstoðað félaga sína við að flytja lík Guðmundar og falið það í sprungu í Hafnarfjarðarhrauni.
 
Lögregla hafði nú náð að knýja fram fjölmargar játningar og taldi að hér væri um að ræða alvarlega klíku morðingja, með Sævar sem forsprakka þess.
 
Saksóknari í málinu var [[Valtýr Sigurðsson]], sem seinna starfaði sem for­stjóri [[Fangelsismálastofnun|Fang­els­is­mála­stofn­un­ar]] og var síðar [[ríkissaksóknari]] frá árinu 2008.
 
===Aðkoma þýska rannsóknarforingjans===
Lína 76 ⟶ 82:
 
=== Kristján Viðar Viðars­son­ ===
Kristján hafði áður lent í kasti við lögin vegna eiturlyfja og innbrota.
 
Kristjáni var haldið í gæsluvarðhaldi í 1.522 daga. Hæstiréttur dæmdi hann í 16 ára fangelsi.
 
Lína 87 ⟶ 95:
 
=== Al­bert Kla­hn Skafta­son ''(f. 1955)'' ===
Einu afskipti lögreglu af Alberti höfðu verið vegna vörslu [[kannabis]].
 
Alberti var haldið í gæsluvarðhaldi í 118 daga. Hann var dæmdur í 1 árs fangelsi.