„Sauðafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ártali bætt við
Viðbót
Lína 6:
Sauðafell var löngum setið af stórbrotnum höfðingjum. Nafnkenndastir þeirra voru Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvatsson (1199-1238). Um 1200 keypti [[Sighvatur Sturluson]] jörðina og bjó þar og síðan [[Sturla Sighvatsson|Sturla]] sonur hans. Sighvatur fluttist að Sauðafelli frá Hjarðarholti í Laxárdal. "Hann gerðist mikill höfðingi og vinsæll við sína menn" segir í 18. kafla Íslendingasögu. Sighvatur fór þá með erfðagoðorð Sturlunga. Kona Sighvats var Halldóra Tumadóttir dóttir Tuma Kolbeinssonar, höfðingja í Skagafirði. Sighvatur flytur frá Sauðafelli norður í Eyjafjörð 1215. Á árunum 1215 til 1221 búa Runólfur prestur og Dufgus Þorleifsson, sem var systursonur Sighvats, á Sauðafelli í umboði Sighvats. Árið 1221 sest Sturla Sighvatsson svo að á Sauðafelli, tekur við mannaforráðum föður síns og Snorrungagoðorði, sem afi hans, Hvamm-Sturla, hafði átt.
 
Missætti þróaðist með bræðrunum Snorra og Sighvati Sturlusonum en einkum þó Snorra og Sturlu Sighvatssyni, þar sem Snorri Sturluson ásæltist Snorrungagoðorð, erfðagoðorð Sturlunga, sem Sturla Sighvatsson fór með og taldi Sturlu ógn við veldi sitt. Engar sáttir náðust með Snorra og Sighvati á Alþingi 1228. í framhaldinu fara Snorri og bróðir hans Þórður Stuluson með her manna, allt að 540 manns, vestur í Dali. Sturla Sighvatsson hörfar með lið sitt til Miðfjarðar. Snorri og Þórður stefna þá öllum bændum sunnan Fáskrúðar að Sauðafelli, þar sem þeir sverja Snorra Sturlusyni eyða og sögðust í þing með honum. Tilraun Snorra Sturlusonar til valdaráns í Dölum vestur heppnaðist ekki og Sturla Sighvatsson grunar Snorra um að standa að baki atlögu Vatnsfirðinga að Sturlusér, en hannSturla var að heiman, á Sauðafelli í janúar 1229.
 
Þekktasti atburðurinn sem tengist Sauðafelli er án efa [[Sauðafellsför]] í janúar [[1229]] og þau níðingsverk sem þá voru framin.<ref>Guðrún Nordal, 1998. Ethics and Action in Thirteenth-Century Iceland, Viking Collection 11 (Odense: Odense University Press), bl. 89–99; Jonathan Grove, 2008. ‘Skaldic verse-making in thirteenth-century Iceland: the case of the ''Sauðafellsferðarvísur''’, ''Viking and Medieval Scandinavia'' 4 (2008), 85-131</ref> Í Hundadalsnesi, sem liggur á milli Miðár og Hundadalsár er Grænatóft, sem er engjagarður. Þar hefndi Sturla Sighvatsson Sauðafellsfarar 1229 þegar hann og hans menn felldu Vatnsfirðingana, Þórð og Snorra Þorvaldssyni, 8. mars 1232, þó Snorri Sturluson hefði áður fengið Sturlu til að heita þeim griðum. Vatnsfirðingar höfðu áður selt Sturlu sjálfdæmi vegna Sauðafellsfarar. Saga Vatnsfirðinga var þar með öll.
Lína 12:
Veldi Sturlu Sighvatssonar í Dölum var nú í hámarki, allt þar hann og Sighvatur, faðir hans, lutu í lægra haldi fyrir Gissuri Þorvaldssyni og Kolbeini unga og féllu báðir í Örlygsstaðabardaga 1238.
 
Eftir fall Sturlu Sighvatssonar í Örlygsstaðabardaga 21. ágúst 1238 bjó Solveig Sæmundsdóttir áfram á Sauðafelli. Við utanför hennar 1240 fær hún búið á Sauðafelli í hendur Snorra yngra Sturlusyni en hann fær það aftur frænda sínum Sturlu Þórðarsyni. Eftir brúðkaup Tuma Sighvatssonar og Þuríðar Ormsdóttur, mágkonu Snorra Sturlusonar, í Reykholti fór Snorri Sturluson eldri þess á leit við Sturlu þórðarson að hann léti Sauðafellið í hendur Tuma og var það afráðið. Sumarið 1241 komu saman á Sauðafell "í litlustofu" hjá Tuma þeir Snorri Sturluson, Órækja Snorrason og Sturla Þórðarson. Snorri Sturluson var "hinn kátasti" enda skenkti Tumi Sighvatsson þeim bjór.

Þegar Sturla Sighvatsson kvæntist Solveigu Sæmundsdóttur, dóttur Sæmundar Jónssonar í Odda á Rangárvöllum, hraktist frilla hans, Vigdís Gísladóttir, frá Sauðafelli og norður í Skagafjörð þar sem hún giftist Ófeigi Eiríkssyni, sem var bóndi þar.
 
Hrafn Oddsson (1226-1289), hirðstjóri, sem var tengdasonur Sturlu Sighvatssonar, sat einnig Sauðafell um skeið á sínum yngri árum. Annar tengdasonur Sturlu, Vigfús Gunnsteinsson, bjó einnig á Sauðafelli.