„Guðmundar- og Geirfinnsmálið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hlekkur á hæstarétt.
mEkkert breytingarágrip
Lína 49:
'''Sævar Marinó Ciesielski''' ''(f. 1955, d. 2011)'' var 19 ára hálf-pólskur drengur og góðkunningi lögreglu. Hann var handtekinn ásamt kærustu sinni '''Erlu Bolladóttur''' ''(f. 1955)'' eftir að orðrómur hafði komist á kreik um aðild hans að hvarfi Geirfinns. Parið átti samam nýfædda dóttur. Við yfirheyrslu náði lögregla fram játningu frá Erlu að hún hefði myrt Geirfinn. Eftir játninguna reyndi lögregla að bendla Erlu við hvarf Guðmundar, þar sem þau höfðu verið skólafélagar. Þeim var haldið í gæsluvarðhaldi þar til að játning fékkst. Sævar játaði að hann og nokkrir félagar hans hefðu komið að glæpnum. Flestir í vinahópnum tengdust skemmtistaðnum ''Klúbbnum''.
 
HinirHinum tilvonandi sakborningarnirsakborningum var þá haldið í gæsluvarðhaldi og einangrun svo mánuðum skipti í [[Síðumúlafangelsið|Síðumúlafangelsinu]], bæði vegna hvarfa þeirra Guðmundar og Geirfinns en líka vegna annars fjársvika- og póstsvikamáls sem lögregla hafði til rannsóknar.
 
===Aðkoma þýska rannsóknarforingjans===
==Lokastig rannsóknar==
Þýskur rannsóknarforingi á eftirlaunum, Karl Schütz, var fenginn til að stýra rannsókn málsins sem þá var í miklum hnút. Ekki verður séð hvers vegna óupplýst mannshvörf hér á landi gátu talist verðugt verkefni fyrir þýskan lögreglumann á eftirlaunum sem einkum hefur sérhæft sig í málum er varða öryggi ríkisins, en eftir að dómur var fallinn hér á Íslandi í málinu lýsti hann því yfir að meðferð sakborninga hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni {{heimild vantar}}. Í janúar 1977 lauk svo rannsókn Karl Schütz eftir sviðsetningu atburða við Dráttarbrautina í Keflavík en þar töldu rannsóknarlögreglumenn að Geirfinni hefði verið ráðinn bani. Þrátt fyrir umfangsmikla leit fannst ekki lík Geirfinns.
 
==Dómur í Hæstarétti==
[http://www.rikissaksoknari.is/media/arsskyrslur/Domur-i-mali-Haestrettar-nr.-214.1978.pdf Dómur] féll í [[Hæstiréttur Íslands|Hæstarétti]] árið 1980. Ungmennin voru fundin sek og dæmd til fangelsisvistar.

Geirfinnsmálið hefur verið í umræðu í þjóðfélaginu í a.m.k. tvo áratugi en algjör skortur var á sönnunargögnum fyrir utan játningar sakborninga, sem þau hafa öll dregið til baka og hefur umræðan síðustu ár snúist um rannsóknaraðferðir [[lögregla|lögreglu]] og meint harðræði við rannsókn málsins.
 
==Endurupptaka Geirfinnsmálsins==
Einn sakborninga, Sævar Ciesielski, reyndi að fá málið tekið upp að nýju árið 1996, en án árangurs. Í umræðu um réttarfarsdómstól á Alþingi hinn 6. október 1998 kom [[Davíð Oddsson]] mörgum á óvart er hann hvatti til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins.
 
Guðmundar- og Geirfinnsmálið var tekið upp á ný af hæstarétti Íslands árið 2018. Þann 27. september sama ár voru allir hinir dómteknu í málinu sýknaðir.<ref name="visir-2018-09-27">{{cite news |author1=Sunna Kristín Hilmarsdóttir |title=Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum |url=http://www.visir.is/g/2018180929054/allir-syknadir-i-gudmundar-og-geirfinnsmalunum |accessdate=27. september 2018 |work=[[Vísir.is]] |date=27. september 2018}}</ref> Daginn eftir bað [[Katrín Jakobsdóttir]], forsætisráðherra, fyrrverandi sakborningana afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.<ref>{{cite news |title=Katrín biður fyrr­ver­andi sak­born­inga af­sök­un­ar |url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/28/katrin_bidst_afsokunar/ |accessdate=30. september 2018 |work=[[mbl.is]] |date=28. september 2018}}</ref>
 
== Tengt efni ==