Munur á milli breytinga „Augusto Pinochet“

ekkert breytingarágrip
|undirskrift = Signature of Augusto Pinochet.svg
}}
'''Augusto José Ramón Pinochet Ugarte''' ([[25. nóvember]] [[1915]] – [[10. desember]] [[2006]]) var [[einræðisherra]] í [[Síle]] frá [[1973]] til [[1990]] eftir að hafa steypt af stóli forseta landsins, [[Salvador Allende]].
 
Augusto Pinochet hét fullu nafni Augusto José Ramón Pinochet Ugarte. Hann kom fram á sjónarsviðið 1973 þegar hann stjórnaði byltingu í Síle en þá steypti hann sósíalistanum Salvador Allende úr stóli og við tók einræðisstjórn Pinochets. Stjórnartíð Pinochets varði til 1990 og var hún blóði drifin. 1200 – 3200 manns týndu lífi og um 30 þúsund manns máttu þola pyntingar af versta toga. Ljóst er að byltingin var studd af Bandaríkjamönnum, með aðild CIA, en bandarísk stjórnvöld hafa reyndar ekki viðurkennt að hafa stutt byltinguna. Það má segja um breytingarnar að þær hafi breytt miklu í efnahagslífi Síle. Gjaldmiðillinn styrktist (gengið tengdist Bandaríkjadollar), tollar voru felldir niður, markaðir opnuðust og ríkisfyrirtæki voru einkavædd. Þessi umbreyting hefur verið kölluð „Kraftaverk Síle“ en gagnrýnendur segja ríkisstefnuna hafi aukið efnahagslegan ójöfnuð í þjóðfélaginu.