„Guðmundar- og Geirfinnsmálið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tilvísanir & heimildir þarf að laga frekar.
m Rangur blockquote.
Lína 14:
 
==Endurupptaka Geirfinnsmálsins==
Einn sakborninga, ''Sævar Ciesielski,'' reyndi að fá málið tekið upp að nýju árið [[1996]], en án árangurs. Í umræðu um réttarfarsdómstól á Alþingi hinn 6. október 1998 kom [[Davíð Oddsson]] mörgum á óvart er hann hvatti til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Við það tækifæri sagði hann m.a.: <blockquote>

„Ég segi það fyrir mig persónulega að mér urðu mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki séð sig geta haft lagaskilyrði til að taka Geirfinnsmálið upp á nýjan leik. Ég hef fyrir mitt leyti kynnt mér þetta mál rækilega í gegnum tíðina og tel að þar hafi mönnum orðið á í messu í stórkostlegum mæli á nánast öllum stigum málsins. Ég held að það hefði verið mjög sársaukafullt fyrir íslenska dómstólakerfið, þá hefði það verið gott og nauðsynlegt, hundahreinsun fyrir okkur ef nota má það óvirðulegt orð, að fara í gegnum það mál allt og með hvaða hætti það var unnið. Þeir sem hafa kynnt sér það mál rækilega geta ekki annað en sagt að þar var víða pottur brotinn.“ Davíð lauk ræðu sinni á þessum orðum: „Það var ekki aðeins eitt dómsmorð framið á allri þessari vegferð, þau voru mörg dómsmorðin sem framin voru á þessari vegferð allri og það er mjög erfitt fyrir okkur að búa við það.“</blockquote>

Guðmundar- og Geirfinnsmálið var tekið upp á ný af hæstarétti Íslands árið 2018. Þann 27. september sama ár voru allir hinir dómteknu í málinu sýknaðir.<ref name="visir-2018-09-27">{{cite news |author1=Sunna Kristín Hilmarsdóttir |title=Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum |url=http://www.visir.is/g/2018180929054/allir-syknadir-i-gudmundar-og-geirfinnsmalunum |accessdate=27. september 2018 |work=[[Vísir.is]] |date=27. september 2018}}</ref> Daginn eftir bað [[Katrín Jakobsdóttir]] fyrrverandi sakborningana afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.<ref>{{cite news |title=Katrín biður fyrr­ver­andi sak­born­inga af­sök­un­ar |url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/28/katrin_bidst_afsokunar/ |accessdate=30. september 2018 |work=[[mbl.is]] |date=28. september 2018}}</ref>
 
== Tengt efni ==