„Djengis Khan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stonepstan (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Genghis_Khan.jpg|thumb|right|Gengis Kan á kínverskri mynd.]]
'''Gengis Kan''' (fæddur undir nafninu '''TemujinTemúdjín''', u.þ.b. 1162 – 18. ágúst 1227) var [[Kan|stórkan]] og stofnandi [[Mongólaveldið|Mongólaveldisins]], sem varð stærsta, samfellda heimsveldi í mannkynssögunni eftir dauða hans. Hann komst til valda með því að sameina hirðingjaættbálka Norðaustur-Asíu. Eftir að hafa stofnað veldið og tekið upp nafnið Gengis Kan hratt hann af stað innrásum Mongóla og lagði undir sig meirihluta [[Evrasía|Evrasíu]]. Innrásum og landvinningum Gengis Kans fylgdu oft miklar blóðsúrhellingar og fjöldamorð á almennum borgurum. Undir lok ævi kansins réðu Mongólar yfir miklum hluta Mið-Asíu og Kína [[Songveldið|Songveldisins]].
 
Áður en Gengis Kan dó lýsti hann [[Ögedei Kan]] eftirmann sinn. Síðar áttu sonarsynir Gengis eftir að skipta veldi hans upp í mörg [[Kanat|kanöt]].<ref>{{Cite book |last = Saunders|first = John Joseph|title = History of the Mongol Conquests|year = 2001|publisher = University of Pennsylvania Press|location = Philadelphia|orig-year = First published 1972}}</ref> Gengis lést árið 1227 eftir að hafa sigrað Vestur-Xiaríkið. Hann var jarðsettur í ómerktri gröf einhvers staðar í Mongólíu.<ref>{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=OXTv9a0HZakC&lpg=PA247&dq=tangut%20castrate%20genghis&pg=PA254#v=onepage&q&f=false|title=Genghis Khan: Life, Death, and Resurrection|author=John Man|year=2004|publisher=Bantam|edition=reprint, illustrated|pages=254–55|accessdate=May 17, 2014}}</ref> Afkomendur hans þöndu Mongólaveldið enn lengra út um Evrasíu með því að hertaka ríki og stofna [[leppríki]] í Kína, Kóreu, Kákasus, Mið-Asíu og stórum hlutum Austur-Evrópu og Suðvestur-Asíu. Í mörgum þessara innrása voru fjöldamorð fyrri landvinninganna endurtekin. Gengis Kan og veldi hans gátu sér því ógurlegan orðstír í sögusögnum fórnarlamba þeirra.<ref name="mongolia">Ian Jeffries (2007). ''[https://books.google.com/books?id=fcgQ9nX0H3gC&pg=PA5&dq&hl=en#v=onepage&q=&f=false Mongolia: a guide to economic and political developments].'' Taylor & Francis. bls. 5–7.</ref>