„Sauðafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Viðbót
Ártali bætt við
Lína 26:
Björn Bjarnarson (1853-1918), sýslumaður, bjó á Sauðafelli 1891 til 1915. Hann var þingmaður Dalamanna um skeið og stofnaði Listasafn Íslands 1885. Gamla sýslumannshúsið á Sauðafelli, sem var endurbyggt af miklum myndarbrag á árunum 2013 til 2016, var upphaflega reist 1897. Þingstaður var á Sauðafelli. Auk heimalandsins á Sauðafell land frá Merkjarhrygg á fjallveginum sem í dag nefnist Brattabrekka, hálfan Suðurárdal þ.e. vestan Suðurár og allt að Kringlugili á Sökkólfsdal,vestan Miðár. Sauðafellssel er fremst á Sökkólfsdal, vestan Miðár, á flötunum undir Valsungagili/Völsungagili. Enn sjást þar greinilegar tóftir. Rústir má einnig merkja, fornar, framan við Kringlugil, sem nefna mætti Sauðafellssel hið forna.
 
Finnbogi Finnsson ( 1867 -1953) og Margrét Pálmadóttir (1866-1935), sem bjuggu þá á Svínhóli, keyptu Sauðafell 1918 og bjuggu þar til æviloka og hvíla í kirkjugarðinum á Sauðafelli. Frá þeim Sauðafellshjónum er stækkandi ættbogi og barnabörn þeirra stóðu árið 2016 að útgáfu á ljóðum Margrétar, ''Ljóð Margrétar Pálmadóttur frá Sauðafelli'', Reykjavík 2016. Þar er eftirfarandi stöku að finna:
 
Mundu það helga og háa