„Magnús Stephensen (f. 1762)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Olafurhrafn (spjall | framlög)
m Kláraði nafnið hennar Sigríðar, vitnað í þráð um Ólaf Stephensen.
Lína 2:
 
== Ævi ==
Magnús fæddist á [[Leirá]] í [[Leirársveit]], sonur [[Ólafur Stephensen|Ólafs Stephensen]] stiftamtmanns og konu hans Sigríðar Magnúsdóttur, dóttur [[Magnús Gíslason (amtmaður)|Magnúsar Gíslasonar]] amtmanns. Hann ólst að mestu upp á [[Innri-Hólmur|Innra-Hólmi]]. Magnús varð stúdent utanskóla frá [[Hannes Finnsson|Hannesi Finnsyni]] biskupi [[1779]] og fór síðan í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] og lauk þaðan lögfræðiprófi [[1788]].
 
Á námsárunum var hann sendur til Íslands á vegum danskra stjórnvalda til að rannsaka [[Skaftáreldar|Skaftárelda]] og afleiðingar þeirra. Hann fór með skipi sem sigldi frá [[Kaupmannahöfn]] haustið [[1783]] en hraktist til Noregs. Þar dvaldist Magnús um veturinn hjá [[Þorkell Fjeldsted|Þorkatli Fjeldsted]] [[etatsráð]]i í góðu yfirlæti en þegar heim kom biðu hans skelfilegar upplifanir, eins og hann segir frá í sjálfsævisögubroti: „... húsfyllir dag eftir dag af dauðvona aumingjum, flúnum að norðan, austan og vestan, og uppflosningum, konum, börnum og gamalmennum til að leita sér líknar og saðnings, margir um seinan, því þeir deyðu þar og allsstaðar hrönnum saman af hungri og hungursóttum, pestnæmum sjúkleikum, er leiddu af eldgosinu, við óholt loft, langvinnan sult, eður nautn hor- og pestardauðra gamalla hrossa- og kindahræja“.