„Halldór Laxness“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 212.30.242.40 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Merki: Afturköllun
Lína 15:
Árið 1905 seldi Guðjón húsið sitt í Reykjavík og keypti jörðina Laxnes í Mosfellsdal sem er 20 kílómetrum frá Reykjavík. Þangað fluttist Halldór með foreldrum sínum og móðurömmu, Guðnýju Klængsdóttur (18. febrúar 1832 - 21. mars 1924<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5631093], Fréttabréf ættfræðifélagsins, maí 2002, bls. 4 </ref>), ásamt vinnukonu og vinnumanni. Oftast var þó fleira fólk í Laxnesi, bæði gestir og vinnu- og kaupafólk. Halldóri fannst það gæfa hans að hafa fengið að reyna að búa á stóru sveitaheimili og svo virðist sem hann hafi alist upp við góðar aðstæður í Laxnesi.<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 17–19.</ref>{{tilvitnun2|Halldór segir í bréfi til Stefáns Einarssonar að samkomulag á heimilinu hafi ávallt verið gott og í minningasögunni Í túninu heima segir hann: „á þessari liðnu tíð kom hlýtt hjartalag, grandvör framkoma og virðíng fyrir náúnganum í staðinn fyrir réttlæti úr tölvu; þar var sú fegurð í mannlegri sambúð sem ekki varð lifað án þrátt fyrir alt og alt og alt.|Halldór Guðmundsson (2004): 19.}}
 
Halldór byrjaði að skrifa sem barn og fékk ungur áhuga á íslenskri tungu og beitti sér fyrir málrækt í Mosfellsdalnum. Hann gaf út fyrstu bók sína, ''[[Barn náttúrunnar]]'', sem var perra bók 1919 þá aðeins 17 ára gamall. Hann skrifaði bókina þegar hann var 16 ára og sat þá frekar á [[Landsbókasafnið|Landsbókasafninu]] að skrifa en að mæta í skólann. ''Barn náttúrunnar'' gaf glöggum bókarýnum fyrirheit um það sem koma skyldi.<ref>Ólafur Ragnarsson (2002): 75–130.</ref>
 
Þegar Halldór var ungur maður fór hann að ferðast og dvaldi meðal annars í [[Bandaríkin|Vesturheimi]] á árunum 1927–1929. Hann var í [[klaustur|klaustri]] í [[Lúxemborg]] frá desember 1922 fram til haustsins 1923. Í klaustrinu tók hann [[kaþólsk trú|kaþólska trú]] og var skírður og fermdur til kaþólskrar kirkju 6. janúar 1923.<ref>Ólafur Ragnarsson (2007): af myndasíðum á milli bls. 64–65.</ref>