„Saga Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.148.67.157 (spjall), breytt til síðustu útgáfu HakanIST
Merki: Afturköllun
Lína 213:
 
=== Upphaf sjálfstæðisbaráttu ===
Með upplýsingarstefnunni og þó ekki síður þegar [[þjóðernisstefna|þjóðernisstefnu]] óx fiskur um hrygg í Evrópu á fyrri hluta 19. aldar efldist þjóðerniskennd Íslendinga. Áhugi á sögu Íslands, íslensku máli og fornbókmenntum jókst til muna og glæddi þjóðerniskenndina. Tæpast er þó hægt að tala um eiginlega sjálfstæðisbaráttu á fyrri hluta aldarinnar, þótt [[Jörundur hundadagakonungur]] lýsti landið að vísu sjálfstætt í skammvinnu valdaráni sínu sumarið [[Byltingin 1809|sumarið 1809]]. [[Alþingi]], sem orðið var valdalaust og hafði varla annað hlutverk en að dæma í málum sem þangað var vísað úr héraði, hafði verið lagt niður árið [[1800]] og [[Landsyfirréttur]] stofnaður í staðinn.
 
Þótt flestir gerðu sér grein fyrir því að sjálfstæði Íslands væri ekki raunhæft á þessum tíma var krafan um umbætur sterk. Í kjölfar þjóðernisvakningar og stjórnmálahræringa suður í Evrópu hófu Íslendingar að berjast fyrir endurreisn Alþingis og láta sig dreyma um sjálfstæði þjóðarinnar. [[Skáld]] og ungir menntamenn voru þar framarlega í flokki og má þar nefna til [[Jónas Hallgrímsson]] og [[Fjölnismenn]]. Alþingi var svo endurreist í Reykjavík 1845, að vísu aðeins sem ráðgjafarþing.